Saga - 2011, Side 186
Þór hefur engar heimildir um slíkan undirbúning, hvorki á Íslandi
né frá Moskvu.114 Eðlilegra virðist líka að túlka málið með hliðsjón af
kjarabaráttu verkafólks annars vegar og baráttu Sósíalistaflokksins
og Alþýðuflokksins um hylli kjósenda úr verkalýðsstétt í Reykjavík
hins vegar, en kjósa átti til Alþingis sumarið 1941. Þeim kosningum
var hins vegar frestað, bæði vegna atburða í alþjóðamálum og
ástandsins heima fyrir.115 Þá er það líka merkilegt, ef rétt er sem Þór
segir, að lögreglan í Reykjavík hafi vopnast enn frekar sumarið 1941
af ótta við kommúnista.116 Í landinu var þúsunda manna breskt
setulið sem þegar hafði sýnt vald sitt í verki með því að handtaka
bæði dreifibréfsmenn og ritstjórn Þjóðviljans, flytja hina síðarnefndu
í breskt fangelsi og banna útgáfu blaðsins.
Ýmislegt annað í bókinni, varðandi lýsingar Þórs og túlkanir á
stjórnmálabaráttu íslenskra sósíalista á stríðsárunum, er líka ósann-
færandi, ekki hvað síst sú skoðun hans að þátttaka þeirra í nýsköp-
unarstjórninni á árunum 1944–1946 hafi verið liður í byltingarbar-
áttu flokksins. Orðrétt segir Þór: „Þátttaka Sósíalistaflokksins í
nýsköpunarstjórninni var hluti af byltingarstjórnlist flokksins, eins
og Brynjólfur Bjarnason fór ekki leynt með. Hún miðaði umfram allt
við að koma í veg fyrir hersetu Bandaríkjamanna og flokkurinn
hikaði ekki við að hóta því að fórna nýsköpun atvinnuveganna fyrir
það markmið sitt.“117 Sannast sagna verður ekki betur séð en Þór sé
hreinlega ósáttur við að Ólafur Thors, formaður Sjálfstæðisflokksins,
skyldi mynda ríkisstjórn með sósíalistum, enda tekur hann sérstak-
lega fram að „sú viðtekna skoðun að Ólafur Thors hafi unnið afrek
með því að fá sósíalista í ríkisstjórnina fær því ekki staðist“.118 Afrek
Ólafs hafi þvert á móti falist í því að draga klofinn Alþýðuflokkinn
nauðugan til ríkisstjórnarsamstarfs við sósíalista. Á þetta er hins
skafti ingimarsson186
114 Þór virðist þess fullviss að gögn „hernaðardeildar“ alþjóðasambandsins,
Militär Apparat, og tengsladeildar sambandsins, Otdel mezjdunarodnoj svjazi,
(OMS), muni sanna kenningar hans. Gögn þeirra eru hins vegar ennþá lokuð
fræðimönnum. Á þeim er því ekki hægt að byggja rannsóknir sínar og niður -
stöður nú um stundir, hvað svo sem síðar kann að koma í ljós.
115 Agnar Kl. Jónsson, Stjórnarráð Íslands 1904–1964. Fyrra bindi (Reykjavík:
Sögufélag 2004), bls. 228. Sjá einnig Róbert F. Sigurðsson, „Dreifibréfsmálið.
Saga úr sambýli Íslendinga og breska hersins á stríðsárunum“, Súlur, XXI:1
(1994), bls. 41–58.
116 Þór Whitehead, Sovét-Ísland, óskalandið, bls. 374–375.
117 Sama heimild, bls. 429.
118 Sama heimild, bls. 391.
Saga haust 2011 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 11/24/11 9:52 AM Page 186