Saga - 2011, Síða 187
vegar erfitt að fallast. Þannig átti Ólafur lengi erfitt með að sannfæra
þingmenn Sjálfstæðisflokksins um ágæti þess að ganga til samstarfs
við Sósíalistaflokkinn, sjálfan byltingarflokkinn, eins og Þór heldur
fram, enda voru „margir sjálfstæðismenn hugsi út af því, að
Brynjólfur Bjarnason skyldi verða menntamálaráðherra, svo að ekki
sé meira sagt“.119
Hinu má heldur ekki gleyma, að myndun nýsköpunarstjórnar-
innar var ekki aðeins afrek fyrir Ólaf heldur ekki síður fyrir Einar
Olgeirsson, formann Sósíalistaflokksins, en saman áttu þeir, ásamt
Emil Jónssyni, stærstan þátt í því að af stjórnarmynduninni varð.120
Frá sjónarhóli Einars, sem taldi alltaf að verkalýðurinn gæti komist
til valda eftir leiðum þingræðisins, var þátttakan í stjórninni lykil-
atriði, því hún undirstrikaði að Sósíalistaflokkurinn starfaði eftir
leikreglum þingræðisins og styrkti þannig þá stefnu sem hann hafði
barist fyrir innan flokksins. Ef þetta er haft í huga skilst líka af
hverju Einar sótti málið jafn fast innan flokksins og raun ber vitni,
og hvers vegna hann lagði svo ríka áherslu á að Brynjólfur, en ekki
hann sjálfur, tæki ráðherrasæti í stjórninni, enda féllst Brynj ólfur
aðeins á það „fyrir einlæga þrábeiðni mína“, eins og Einar orðaði
það í afmæliskveðju til hans löngu síðar.121 Sú stað reynd að
Brynjólfur Bjarnason, fyrrverandi formaður Kommúnista flokksins,
sem allt frá upphafi hafði verið harður talsmaður þess að flokkur-
inn hefði náin tengsl við ráðamenn í Moskvu, var orðinn mennta-
málaráðherra í nýsköpunarstjórninni, sýndi, svo ekki varð um villst,
að hinn moskvusinnaði armur flokksins hafði í raun fallist á að
þingræðisleiðin skyldi farin. Þetta þýddi aðeins eitt: Sósíalista -
flokkur inn var að færast frá Moskvuvaldinu, enda verður það seint
talið einkenni byltingarsinnaðra flokka að taka sæti í ríkisstjórn.
Íslenskir sósíalistar voru orðnir sínir eigin herrar.
Þátttaka Sósíalistaflokksins í nýsköpunarstjórninni var því ekki
liður í djúphugsaðri byltingarstefnu, eins og Þór virðist telja, sem
miðaði fyrst og fremst að því að þjóna hagsmunum Sovétríkjanna
hér á landi með því að reyna að koma í veg fyrir hersetu Banda -
fimmta herdeildin 187
119 Matthías Johannessen, Ólafur Thors. Ævi og störf. Fyrra bindi (Reykjavík:
Almenna bókafélagið 1981), bls. 425.
120 Einar Olgeirsson, Ísland í skugga heimsvaldastefnunnar, bls. 162–172; Matthías
Johannessen, Ólafur Thors, bls. 400.
121 Einar Olgeirsson, „Áttræður í dag Brynjólfur Bjarnason fyrrverandi mennta-
málaráðherra“, Þjóðviljinn 26. maí 1978, bls. 8.
Saga haust 2011 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 11/24/11 9:52 AM Page 187