Saga - 2011, Page 189
að valdarán og bylting væri eina leið íslenskrar alþýðu til framtíðar-
landsins.
Eins og rakið hefur verið eru þessar hugmyndir Þórs fjarri öllum
sanni. Það er ekki auðvelt verk að reyna að útskýra af hverju Þór
hefur ratað í slíkar ógöngur í fræðimennsku sinni. Hér skulu þó
nefnd til sögunnar tvö atriði sem kannski varpa ljósi á málið. Bæði
eru aðferðafræðilegs eðlis og varða annars vegar form bókarinnar
og hins vegar nánd höfundar við viðfangsefni sitt. Ef við víkjum að
fyrra atriðinu þá hefur Þór tamið sér form sem er nokkuð ólíkt hinu
hefðbundna formi sagnfræðirita, enda hefur hann sjálfur lýst því að
hann sjái „lítinn tilgang í þeirri sagnfræði, sem fælir frá sér fróðleiks-
fúsa lesendur með tyrfnu orðalagi og þurrum „fræðistíl““.123 Mark -
miðið hefur því alla tíð verið að ná út fyrir fræðasamfélagið og til
stærri lesendahóps, sem er lofsvert. Þetta hefur líka heppnast vel,
bæði vegna þess að bækurnar eru vel skrifaðar og þess að Þór tekst
oft og tíðum að gera atburðarásina spennandi, sem er sjaldgæft í
hefðbundnum sagnfræðiritum. Þannig mynda bækur hans iðulega
samfellda og vel gerða heild sem jafnvel má lesa eins og spennu-
sögu sem erfitt er að leggja frá sér. Fyrir vikið hafa fyrri bækur Þórs
notið verðskuldaðra vinsælda, bæði meðal almennings og fræði-
manna.
Þór beitir þessari sömu aðferð á viðfangsefni sitt í nýjustu bók
sinni og tekur þá ákvörðun að reyna að skapa spennu í frásögninni
með því að gera hugmyndir sínar um byltingarbaráttu og vopna-
burð íslenska kommúnista að meginsöguþræði bókarinnar; sveitir
ráðamanna og lögreglu eiga í höggi við harðsvíraðan hóp bylt-
ingarmanna sem safna vopnum, stunda herþjálfun og leggja rækt
við vopnaburð og skotæfingar, bæði heima og erlendis, í þeim til-
gangi að taka völdin í landinu. Gallinn við þessa hugmynd Þórs er
hins vegar sá að heimildirnar standa ekki undir slíkum söguþræði.
Þær sýna ekki það sem Þór heldur fram. En í stað þess að horfast í
augu við það heldur Þór ótrauður áfram og sést ekki fyrir við iðju
sína. Þannig leitar hann uppi allar mögulegar heimildir, sem hugs-
anlega geta stutt tilgátu hans, og ýmist oftúlkar þær eða rangtúlkar
en stingur öðrum lykilheimildum — sem ganga þvert á tilgátuna —
undir stól með þeim orðum að aðrar heimildir hljóti að vera til, þótt
þær hafi aldrei fundist. Engin tilraun er gerð til að nálgast tilgátuna
og heimildirnar gagnrýnum augum.
fimmta herdeildin 189
123 Þór Whitehead, Ófriður í aðsigi, bls. 8.
Saga haust 2011 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 11/24/11 9:52 AM Page 189