Saga - 2011, Page 197
Andmæli við doktorsvörn
Arndísar S. Árnadóttur
Föstudaginn 19. ágúst 2011 varði Arndís S. Árnadóttir doktorsritgerð sína í
sagnfræði í Hátíðarsal Háskóla Íslands. Ritgerð Arndísar ber heitið Nútíma -
heimilið í mótun: fagurbætur, funksjónalismi og norræn áhrif á íslenska hönnun
1900–1970. Andmælendur í doktorsvörninni voru dr. Anna Lísa Rúnars -
dóttir, sviðsstjóri rannsókna- og varðveislusviðs hjá Þjóðminjasafni Íslands,
og dr. Ragnheiður Kristjánsdóttir, aðjunkt í sagnfræði við Háskóla Íslands.
Aðalleiðbeinandi Arndísar var dr. Guðmundur Jónsson, prófessor í sagn -
fræði við Háskóla Íslands, en í doktorsnefnd um ritgerðina sátu að auki dr.
Ásdís Ólafsdóttir, listfræðingur í París, og dr. Guðrún Helgadóttir, prófess-
or við Háskólann á Hólum. Hér á eftir fara andmælaræður þeirra Önnu Lísu
og Ragnheiðar.
anna lísa rúnarsdóttir
Í doktorsritgerð sinni, Nútímaheimilið í mótun: fagurbætur, funksjónalismi og
norræn áhrif á íslenska hönnun 1900–1970, fæst Arndís S. Árnadóttir við mót-
un íslenska nútímaheimilisins frá upphafi 20. aldar og fram til 1970. Rit -
gerðin er framlag til íslenskrar neyslusögu og til rannsókna á íslenskri efnis -
menningu, en einkum er hún framlag til sögu innanhúss- og húsgagna-
hönnunar. Eins og undirtitillinn gefur til kynna, fjallar ritgerðin ekki síst um
hvert íslenskir hönnuðir sóttu fyrirmyndir sínar, um tengsl íslenskrar hönn-
unar við þýska, breska, bandaríska og þó sérstaklega skandinavíska strauma
og stefnur.
Markmið höfundar er m.a. að færa nýtt rannsóknasvið, hönnunarsögu,
inn í íslenskt samhengi. Það gerir hún með þessu verki, því þótt vissulega
hafi ýmsir komið að því að rita sögu íslenskrar byggingarlistar, húsagerðar
og handverks, hafa fræðimenn ekki áður lagt sig eftir því að fjalla um
íslenskt nútímasamfélag út frá alþjóðlegum rannsóknum á þessu sviði. Hér
er því margt til skoðunar í fyrsta sinn; ritgerð Arndísar er brautryðjanda-
verk, með ýmsum þeim kostum og göllum sem hljóta að fylgja slíku verki.
Saga XLIX:2 (2011), bls. 197–209.
ANDMÆLI
Saga haust 2011 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 11/24/11 9:52 AM Page 197