Saga - 2011, Qupperneq 198
Styrkur ritgerðarinnar felst ekki síst í því að hún byggist á fjölbreyttari
heimildaforða en jafnan er lagður til grundvallar við sagnfræðirannsóknir.
Arndís hefur kannað ljósmyndasöfn sem varðveitt eru í Ljósmyndasafni
Reykjavíkur og Ljósmyndasafni Íslands í Þjóðminjasafni, en auk þess myndir
og auglýsingar í blöðum. Jafnframt hefur hún skoðað varðveitta gripi,
þ.e.a.s. húsgögn sem prýddu íslensk heimili, bæði innflutt húsgögn og þau
sem framleidd voru á Íslandi. Þá byggist rannsóknin á vinnuteikningum,
skissubókum, skólateikningum, vöruskrám og öðrum skjölum þeirra hús-
gagnasmiða, húsgagnaarkitekta og fyrirtækja sem framleiddu og fluttu inn
húsgögn. Arndís hefur tekið viðtöl við á þriðja tug einstaklinga og nýtir þau
til að byggja upp frásögn af sögu húsgagnaframleiðslu og hönnunar allt frá
millistríðsárunum og fram undir 1970. Þessu til viðbótar eru svo skoðaðir
prentaðir og óprentaðir textar sem varðveita umræður og stefnuyfirlýsing-
ar þeirra sem fluttu hugmyndir um nýja húsagerð og híbýlahætti til Íslands,
sem og umfjöllun um heimilishald og húsbúnað í tímaritum um kvenrétt-
indi, menningu, iðnað, arkitektúr og verslun.
Oft tekst Arndísi vel að nýta þessar fjölbreyttu og ósamstæðu heimildir
til að lýsa þróun íslenskra híbýla á umræddu tímabili. Hér má til dæmis
nefna 5. kafla, þar sem fjallað er frá nokkrum sjónarhornum um fagur -
fræðilega endurnýjun á íslenskum heimilum eftir fyrra stríð. Þá er sérstak-
lega áhugavert hvernig hún nýtir efnismenningu tímabilsins sem heimild
þannig að stólar og innréttingar sem hafa verið hannaðar og framleiddar á
Íslandi verða mikilvægur þáttur í rannsókninni. Þar nær hún ágætum tök-
um á viðfangsefninu, miðað við þá aðferð sem hún beitir, og greinir tengsl á
milli erlendra stefna og strauma í hönnun og þess sem átti sér stað hér -
lendis. Þá nýtir hún ljósmyndir frá þessum tíma í sambærilegum tilgangi.
Greining höfundar á húsgögnum byggist að mestu leyti á efnisvali,
formi og ákveðnum stíleinkennum. Fjallað er um hönnun einstakra hús-
gagnaarkitekta og hún borin saman við það sem var að gerast erlendis í
þeirri grein og jafnvel dregin fram dæmi um mögulegar fyrirmyndir. Þá er
einnig rýnt í framleiðslu íslenskra húsgagnaverkstæða og greint frá því
hvaða möguleika þau höfðu til að standast samanburð við fjöldaframleiðslu
erlendis. Í inngangskafla um aðferðafræði (bls. 26–27) segir m.a.:
sjónrænt mat og greining á hlutum, jafnt sem heimildir af ýmsum toga
eru notuð til að endurgera innanhússumhverfi frá fyrri tíð. Að skoða
og meta rými og fyrirkomulag innandyra með myndheimildum, … er
vandasamt verk án frumheimildanna sem felast í varðveittum gripum,
húsgögnunum sjálfum …
Í ljósi þess að í ritgerðinni er lögð meiri áhersla á greiningu ljósmynda af
sýningum og úr auglýsingabæklingum, velti ég því fyrir mér að hvaða leyti
rannsóknin hafi beinst að því að endurgera innanhússumhverfi. Í þessu
sambandi hefði verið gagnlegt að greina nánar frá ljósmyndarannsókn
þeirri sem liggur ritgerðinni til grundvallar, framkvæmd hennar og um -
anna lísa rúnarsdóttir198
Saga haust 2011 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 11/24/11 9:52 AM Page 198