Saga - 2011, Side 204
Rannsóknarspurningar og efnistök
Svo virðist sem þennan mun á efnistökum í fyrri og seinni hluta megi rekja
til þess að Arndís hefur ekki afmarkað viðfangsefni sitt með nægilega
hnitmiðuðum hætti. Rannsóknarspurningarnar eru opnar og sjónarhornið
vítt. Það leiðir til þess að greiningin verður ómarkviss og röksemdafærslan
oft óljós. Þar með er ég ekki endilega að segja að doktorsefni dragi rangar
ályktanir, miklu fremur að oft séu þær dregnar af veikum forsendum, eða í
það minnsta forsendum sem lesandanum eru ekki ljósar. Ég er til að mynda
ekki viss um hvernig hún kemst að þeirri niðurstöðu að í híbýlaháttum hafi
Íslendingar markað sér „sess á hinu norræna svæði þar sem heimilið var
íbúunum mikilvægt athvarf “ (bls. 269). Ég er heldur ekki viss um að hún
hafi fært almennilega rök fyrir því að „[u]ppgangur húsgagnaiðnaðarins
eftir lýðveldisstofnun bend[i] til mikilvægis hluta á borð við húsgögn til að
skapa þjóðinni sess í nútímanum til jafns við nágrannaþjóðirnar“ (bls. 270).
Rétt er að taka það fram að verkið ber þess merki að Arndís hefur yfir-
gripsmikla þekkingu á viðfangsefni sínu. Ekki fer milli mála að hún kann
skil á þeim möguleikum sem koma til greina þegar rannsaka skal sögu
nútímahíbýlahátta og hönnunar á Íslandi. Í inngangi gerir hún grein fyrir
áherslum og nýlegum straumum í erlendum rannsóknum á þessu sviði sem
og fræðilegum sjónarhornum og kenningum sem nýta má við afmörkun
viðfangsefnisins. Og alla ritgerðina leggur hún sig eftir því að tengja við og
kynna niðurstöður erlendra rannsókna. Það vantar sem sagt ekkert upp á
það.
Ritgerðin er á sviði hönnunarsögu, sem samkvæmt kynningu í inngangi
er þverfagleg fræðigrein sem tengist listasögu, byggingarlistasögu og hand-
verkssögu, verslunarsögu, menningarfræði, hönnunarstjórnun, hagsögu,
félagssögu, vísinda- og tæknisögu, en líka mannfræði, félagsfræði og þjóð -
fræði. Snertifletirnir og möguleg sjónarhorn eru því næstum óteljandi og að
sama skapi, eins og fram kemur hjá fyrri andmælanda, þær heimildir sem
hönnunarsagnfræðingurinn getur byggt rannsókn sína á. Þar að auki þarf
að finna leið til að tengja þessa sögu við fyrri íslenskar rannsóknir á híbýla-
háttum, byggingarlist og hönnun en jafnframt, eftir því sem hægt er, rann-
sóknir sagnfræðinga sem hafa meira og minna hunsað þessa mikilvægu
umgjörð um líf Íslendinga á tuttugustu öld. Þetta er mikið verkefni og alls
ekki auðvelt. Og þótt Arndís hafi, eins og sjá má af inngangi ritgerðarinnar,
valið úr og afmarkað eigið „fræðilega sjónarhorn og aðferðafræði“ (bls.
20–27) og eins sett fram tilteknar rannsóknarspurningar (bls. 10–11) þá
virðist sem spurningarnar séu of opnar, sjónarhornið of vítt, sérstaklega í
ljósi þess að tímabilið er langt — heil sjötíu viðburðarík ár. Mér sýnist þetta
vera helsta skýringin á því að fyrstu kaflar ritgerðarinnar eru ekki nógu
stefnufastir. Stundum er eins og hending ráði því hvaða atriði og áhrifa-
valdar eru tekin til skoðunar og eins bregður við að mikilvæg atriði eru
nefnd í framhjáhlaupi án mikillar umfjöllunar. Í fyrsta kafla vantar þannig
ragnheiður kristjánsdóttir204
Saga haust 2011 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 11/24/11 9:52 AM Page 204