Saga - 2011, Side 207
Túlkun heimilda
Ég ætla þá að lokum að víkja að síðasta gagnrýnisatriðinu, sem varðar
greiningu þeirra fjölbreyttu heimilda sem doktorsefni byggir rannsókn sína
á. Af framansögðu leiðir að framlag hennar felst fremur í því að hafa með
hugvitssamlegri söfnun heimilda grafið upp og skrásett það sem fræði -
maðurinn Jonathan Woodham kallar „týndar frásagnir af hönnun“ —
Arndís vísar til hans í inngangi (bls. 26). Hér er frekar á ferðinni kortlagn-
ing eða lýsing á þróun íslenskrar hönnunar en síður skýrt afmörkuð greining
á þeim öflum sem mótuðu híbýlahætti Íslendinga — þótt vissulega komi
þau öfl við sögu.
En jafnvel þótt einhver kynni að fallast á að ásættanlegt sé að leggja
meiri áherslu á að kortleggja, rekja og segja frá fremur en greina, sérstaklega
þegar verið er að ryðja brautina fyrir nýtt rannsóknarsvið, þá veikir það
niðurstöðuna að oft nær frásögnin ekki að verða heildstæð. Hér kemur til sá
skortur á skipulegum efnistökum sem fundið var að hér að framan, en jafn-
framt hefur það áhrif hvernig doktorsefni vinnur úr þeim heimildum sem
hún byggir á. Oft eru heimildirnar nýttar gagnrýnislítið til að púsla saman
frásögn í stað þess að þær séu látnar færa fram svör við þeim spurningum
sem lagt er upp með. Markmið ritgerðarinnar er ekki alltaf í forgrunni; til-
vist ákveðinna heimilda er látin ráða því hversu stóran þátt tiltekin atriði fá
í þeirri sögu sem verið er að rekja. Arndís endursegir þau atriði sem heim-
ildin geymir og eru eftirtektarverð fyrir heildarsamhengið, stundum óháð
því hvort þau tengjast því sem er til umfjöllunar. Dæmi um þetta má sjá í 3.
hluta 1. kafla, sem samkvæmt fyrirsögn fjallar um vaxandi áhuga á
listiðnaði á Íslandi. Þrátt fyrir þessa fyrirsögn, og þar með fyrirheit um efn-
istök, er drjúgur hluti kaflans endursögn á grein Kristjáns Albertssonar frá
árinu 1929, þar sem hann ræðir vissulega um listiðnað en líka um það hve
brýnt sé að gera Reykjavík að fegurri borg, um meginhugmynd módern-
ismans, þ.e.a.s. „skrautleysi“, og um gildi þess að fá til Íslands nýja fagstétt,
„dekoratöra“. Á svipaðan hátt skýtur íbúð Einars Jónssonar í Hnitbjörgum
upp kollinum í kafla um heimili eftirstríðsáranna, þótt hún sé, eins og bent
er á í framhaldinu, gott dæmi um tíðaranda og stíl þriðja áratugarins (bls.
178).
Einnig vakna við lesturinn spurningar um hvort ekki hefði mátt rýna í
heimildirnar af meiri úlfúð. Í framhaldi af umkvörtun minni um áhugaleysi
Arndísar gagnvart verkamannabústöðunum tek ég dæmi úr 4. kafla, þar
sem vísað er til umfjöllunar um þá athygli sem þeir vöktu á alþjóðlegri
byggingarmála- og skipulagssýningu í París árið 1947 og þá meðal annars
fyrir það að þeir voru taldir „bera hinum lýðræðislega anda þjóðarinnar gott
vitni“ (bls. 144). Þetta eru ummæli sem bjóða upp á ýmiss konar vangavelt-
ur. Af þeim má til dæmis ráða að þeir Íslendingar sem komu að því að
undir búa þátttöku í þessari sýningu hafi verið stoltir af verkamanna-
andmæli 207
Saga haust 2011 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 11/24/11 9:52 AM Page 207