Saga - 2011, Side 208
bústöðunum og eins að þeir hafi viljað nota þetta tækifæri til að halda að
umheiminum þeirri hugmynd að lýðræðisástin væri Íslendingum í blóð
borin. En Arndís dregur engar slíkar ályktanir. Vitnisburðurinn er reiddur
fram án frekari umræðu.
Að lokum er rétt að það fái að fylgja með þessum almennu athuga-
semdum um greiningu og notkun heimilda að allnokkrir hnökrar eru á frá-
gangi ritgerðarinnar. Orðalagið er víða ónákvæmt og loðið og töluvert um
ósamræmi í neðanmálstilvísunum til heimilda.
Mikilvægi
Allt það sem að framan hefur verið sagt breytir því hins vegar ekki að hér
er á ferðinni mikilvægt framlag til íslenskrar neyslusögu, rannsókna á
íslenskri efnismenningu og umfram allt sögu húsgagnahönnunar og hús-
gagnasmíði á Íslandi, sögu þeirra einstaklinga sem smíðuðu og hönnuðu
húsgögnin, þar sem fjallað er um áhrifavalda þeirra, hugvit og tilhneigingu
til að líkja eftir útlenskri hönnun, en auk þess um það hverju haldið var að
Íslendingum og hvað þeir völdu sér.
Arndís tekur okkur aftur í heim þar sumt er framandi og annað kunn-
uglegt. Við sögu koma, svo nokkur dæmi séu tekin, útskorin húsgögn Krist -
ínar Jónsdóttur, sem voru í anda hins sænska Carls Larsson; stálhúsgögn
framleidd af flugvirkjum á fjórða áratugnum; tekksamstæður; hillueiningar
frá Hjalta Geir og Kristjáni; Sindrastóllinn sem var framleiddur úr stáli,
trefjaplastsskel og íslenskri gæru; eftirlíkingar (misnákvæmar) af stólum
sem síðar áttu eftir að verða klassísk skandinavísk hönnun og síðast en ekki
síst nýtískueldhús Kristínar Guðmundsdóttur og Helga Hallgríms sonar,
sérhönnuð eftir máli fyrir húsmæður eftirstríðsáranna þar sem öllu var
hagan lega fyrir komið með nýjustu tækjum, helst amerískum. Arndís hefur
ekki hikað við að leggja mikið á sig til að finna efniviðinn. Ljósmyndir, gripir,
teikningar húsgagnasmiða, frásagnir einstaklinga, auglýsingabæklingar og
sýningarskrár eru nýttar til að komast að því hvað var innan stokks hjá
Íslendingum á fyrstu sjö áratugum tuttugustu aldar og hvað þeir völdu sér
helst, og ég er enn að jafna mig á og melta þá athyglisverðu stað reynd að
flestir Íslendingar keyptu húsgögn sín af blindum og ófaglærð um dugn -
aðar forki.
Niðurstaðan er kannski brotakennd, en líklega er það óhjákvæmilegt
þegar verið er að ryðja brautina, því þá þarf mikið átak til að safna saman
öllum þeim upplýsingum sem tiltækar eru og búa til úr þeim skiljanlega
heild. Það leiðir til þess, að minnsta kosti í þessu tilfelli, að greiningin verður
ekki eins hnitmiðuð og ella, og ýmislegt í samhenginu sem skiptir máli,
svona eftir á að hyggja, verður út undan. Og það er rétt að rifja upp hér í
lokin þá heildarniðurstöðu sem við fyrri andmælandi komumst að í skrif-
legu mati okkar á kostum og göllum ritgerðarinnar, en hún var sú að Arndís
ragnheiður kristjánsdóttir208
Saga haust 2011 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 11/24/11 9:52 AM Page 208