Saga - 2011, Page 214
„Nokkuð er um beinar vitleysur“ í bókinni, segir Orri en nefnir aðeins
eitt tilfelli, „í tímasetningum á uppgraftarstöðum (bls. 138)“. Þetta reynast
vera tímasetningar tólf sorphauga sem eru notaðir sem heimildir um hlut-
fall beina úr ólíkum búfjártegundum. Flestar reynast tímasetningarnar vera
teknar úr ritum eftir amerísku beinatalningarmennina Thomas Amorosi og
Thomas McGovern. Eftir því sem ég veit best eru þeir virtir vísindamenn
sem ástæðulaust er að vantreysta; annar þeirra situr til dæmis með okkur
Orra í útgáfuráði tímaritsins Archaeologia Islandica. Aðrar tímasetningar eru
teknar eftir viðurkenndum fornleifafræðingum eins og Bjarna F. Einarssyni
og Guð rúnu Sveinbjarnardóttur. Hef ég þá tekið skakkt upp eftir þessu
fólki? Í fljótu bragði sé ég það nú ekki þótt eitthvað kunni að vera ónákvæmt
og jafnvel umdeilanlegt. En ólíklegt er að það geti skipt máli því hér er
aðeins spurt um fjöldahlutföll beina án aðgreiningar á afar löngu tímabili.
Þótt tekið sé ónákvæmt til orða um aldur einstakra sorphauga er langt í að
það geti breytt niðurstöðum.
Villurnar eru samt ekki það versta, segir Orri. Það sem einkum er
„aðfinnsluvert“ við notkun fornleifafræðiheimilda í Lífsbjörg er að mér sjá-
ist yfir merkan fróðleik nýlegra rannsókna. Þær leiti nefnilega aðeins að litlu
leyti svara við spurningum sem Þorvaldur Thoroddsen spurði heldur
„skilnings á álitamálum sem fólk hefur til skamms tíma ekki getað haft
áhyggjur af vegna þess að það voru ekki til neinar vísbendingar um þau.“
Ekkert þessara álitamála nefnir Orri — varla sökum plássleysis því að rit-
dómur hans er í styttra lagi. Ég hef ekki hugmynd um hvað Orri hefur í
huga þarna og er raunar býsna vantrúaður á að það hafi orðið slík við -
miðaskipti í fornleifafræði síðan um 1990 sem hann lætur. En hvað sem um
það er skiptir meira máli að Lífsbjörg er ekki fornleifafræði og átti aldrei að
vera það. Hún er sagnfræði sem leggur sig fram um að nýta niðurstöður
fornleifarannsókna þar sem þær virðast geta komið að sagnfræðilegu gagni.
Og síst af öllu á yfirlitsbók eins og þessi að hlaupa eftir skammtíma-tísku-
sveiflum sem ævinlega er nóg af meðal háskólafólks af öllu tagi.
Efni bókar minnar lýsir Orri þannig að hún fjalli um „náttúrulegt
umhverfi með áherslu á eldvirkni, um gróður og loftslag, um fólksfjölda og
efnahag og um verslun.“ Þetta er ekki beinlínis rangt en gefur samt villandi
hugmynd. Bak við orðið „efnahag“ leynist þarna það sem mér finnst vera
kjarni bókarinnar, enda um 45% af texta hennar (bls. 97–225 og 315–328) og
það eina sem leiðir að sérstakri niðurstöðu í bókarlok. Þar er fjallað um
framleiðsluatvinnuvegi þjóðarinnar, flokkun þeirra rædd, eignarhaldi,
landnýtingu og vinnubrögðum lýst. Þá er framleiðslumagn áætlað, aðallega
út frá fornleifafræðilegum vitnisburðum, einkum miðað við tímann sem ég
kalla vaðmálsöld, áður en skreiðarútflutningur hófst. Aðferð mín til að áætla
framleiðslumagn var sú, í einföldu máli sagt, að áætla fyrst nautgripafjölda
af stærð 14 fjósrústa sem hafa verið kannaðar. Þvínæst var hlutfall nautgripa
og sauðfjár áætlað út frá hlutfalli beina sem hafa verið talin upp úr sorp-
haugum. Þeir nýtast jafnframt til að sýna að ekki þurfi að reikna með geit-
gunnar karlsson214
Saga haust 2011 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 11/24/11 9:52 AM Page 214