Saga - 2011, Síða 217
einar g. pétursson
Hugleiðingar út af ritdómi
Í vorhefti Sögu, tímarits Sögufélags, 2011 er á bls. 229–232 ritdómur eftir
Davíð Ólafsson með svohljóðandi titli: „Jón Espólín, SAGAN AF ÁRNA
YNGRA LJÚFLINGI. Útgefandi Einar G. Pétursson. Bókmenntafræði stofn -
un Háskóla Íslands og Háskólaútgáfan. Reykjavík 2009. xxxiv + 127 bls.“
Þessi ritdómur hefur orðið mér tilefni til nokkurra hugleiðinga. Á titil blaði
bókarinnar sjálfrar stendur: „Sagan af Árna yngra ljúfling“ en ekki „ljúf -
lingi“ svo að ekki er rétt farið með titilinn. Að vísu er ekki varðveitt upphaf
1. kafla sögunnar og því er ekki vitað hvað höfundur nefndi hana, en víst er
að hann hefur ekki notað orðmyndina „ljúflingi“, sbr. „ljúfling“ í þágufalli í
niðurlagi 1. kafla sögunnar. Þessi „leiðrétting“ á titli er villandi og þarflaus.
Hér er ekki verið að samræma stafsetningu heldur er verið að breyta
orðmyndum, beygingum, og eru slíkar „leiðréttingar“ málfræðingum mikill
þyrnir í augum. Nú er í tísku að greina ekki af nákvæmni hvað stendur á tit-
ilblaði um útgefendur og hér stendur því: „Útgefandi Einar G. Pétursson.“ Á
titilblaði stendur aftur á móti. „Einar G. Pétursson bjó til prentunar.“ Vand -
séð er þörfin á að breyta orðalagi með þessum hætti og ekki eykur það
nákvæmnina, þótt ekki skipti miklu. Sama ónákvæmni birtist einnig víðar,
t.d. þar sem segir að kafli 24 heiti „Kristni saga“, en í bókinni stendur
„Kristni sagan“.
Sagan af Árna yngra ljúfling var samin af Jóni sýslumanni Espólín á
seinustu árum hans (d. 1836). Upphaf sögunnar er nú glatað eins og áður
sagði, en um niðurlagið segir Davíð (bls. 230) „… allsendis óljóst hvort höf-
undur hafi ritað meira en birtist þar eða ætlað sér slíkt.“ Hákon sonur Jóns
Espólíns sagði í bréfi til Jóns Borgfirðings að sagan „varð aldrei lengri“;
þessa er getið á bls. xiv í inngangi útgáfunnar, endurtekið tvisvar á bls. xix og
loks nefnt á bls. xxviii. Getur þess vegna ekki talist „óljóst“ hvaða hugmynd
Hákon Espólín, sonur höfundar, hafði um niðurlag sögunnar, þ.e. það hafi
aldrei verið skrifað. Óneitanlega hefði verið gaman að sjá hvað Jón Espólín
hefði sagt um Þingeyinga, sbr. kaflaheitið „Þjófaráð“ í Húnavatnssýslu, en
þeir kaflar hefðu getað sýnt hvaða orð fór af Þingeyingum á þessum tíma,
samanborið við Húnvetninga.
Annars er geysilega margt til í handritum með hendi Espólíns og er
brýn þörf á að skoða ritverk hans betur en gert hefur verið til þessa og reyna
að gera eitthvert heildaryfirlit um þau.
Nokkurs misskilnings gætir þegar stendur (bls. 230): „Bæði Þorsteinn
Antonsson og Einar Gunnar Pétursson vísa til dæmis í skrifum sínum til
Saga XLIX:1 (2011), bls. 217–218.
Saga haust 2011 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 11/24/11 9:52 AM Page 217