Saga - 2011, Síða 218
bókar Steingríms J. Þorsteinssonar um Jón Thoroddsen og skáldsögur hans
frá 1943 þar sem Þorsteinn gerir grein fyrir stöðu rits Jóns Espólín í bók-
menntasögu nítjándu aldar.“ Hér er þeim greinilega ruglað saman Stein -
grími J. og Þorsteini, því að Steingrímur fjallaði í bók sinni um skáldrit sem
eldri voru en bækur Jóns Thoroddsens og meðal annarra nokkuð nákvæm-
lega um söguna af Árna.
Davíð getur þess réttilega að í inngangi fyrir sögunni af Árna yngra
ljúfling er fjallað af nákvæmni um feril eiginhandarrits Espólíns (bls. 231)
„… samskipti tveggja alþýðufræðimanna og handritasafnara, Jóns Borg -
firðings og Sighvats Grímssonar … Einar Gunnar rekur samskipti þeirra …
og veitir þannig innsýn í hugarheim og vinnulag tveggja af merkustu og
afkastamestu fulltrúum þeirrar alþýðlegu handritamenningar sem stóð í
blóma á síðari hluta aldarinnar.“ Þessi orð „alþýðufræðimenn“ og „alþýðleg
handritamenning“ hljóta að vekja þá spurningu: Var eitthvað til sem hét eða
var „lærð handritamenning“? Var einhver munur á stöðu þeirra Jóns Borg -
firðings og Sighvats annars vegar gagnvart Jóni Espólín hins vegar? Espólín
var skólagenginn, en Jón og Sighvatur ekki. Er svo mikill munur á ritstörfum
þeirra og annarri fræðastarfsemi að ástæða sé til að gera þess vegna ein-
hvern greinarmun? Má í því sambandi benda á að stéttaskipting var frem-
ur lítil hérlendis og samkvæmt athugunum Nönnu Ólafsdóttur voru stúd-
entar úr embættismannastétt ríflega helmingur, en bændasynir „tæplega
helmingur yfirleitt og nálgast stundum þriðjung.“ Þessar tölur miðast við
tímabilið 1839–1848. Vegna strjálbýlis urðu prestar hérlendis að vera margir
og staða þeirra var oft um margt lík stöðu venjulegra bænda, svo munur á
prestssonum og bændasonum var oft lítill. Í Danmörku voru á sama tíma-
bili útskrifaðir 1400 stúdentar og aðeins níu úr bændastétt.1 Þetta hlýtur að
hafa sett sinn svip á þjóðfélagið og haft margvísleg áhrif, m.a. átt sinn þátt í
því að leikmannahreyfingar komu ekki upp innan kirkjunnar hérlendis.
Annars langar mig að nefna að lokum hvað Jón Þorkelsson, síðar þjóð -
skjalavörður, sagði 1895 um Espólín í inngangi sínum, „Formálsorð nokkur“,
að ævisögu hans, en þar sagði Jón að „af athöfnum hanns [svo] rann sagna-
ritara og fræðimannaskóli“. Síðan eru nokkrir nefndir af lærisveinum
Espólíns, fyrst Gísli Konráðsson, einnig nokkrir skólagengnir eins og Hall -
grímur Jónsson djákni og Jón prófastur Konráðsson og óskólagengnir Borg -
firðingarnir Sighvatur og Jón, en síðast Brynjólfur Jónsson frá Minnanúpi.2
Af þessu er ljóst að ekki hafa menn í lok 19. aldar gert greinarmun á „alþýð -
legri handritamenningu“ og „lærðri handritamenningu“.
einar g. pétursson218
1 Nanna Ólafsdóttir. „Íslenzkir skólar á fyrri hluta 19. aldar“ 19. júní (1968), bls.
40.
2 Saga Jóns Espólíns hins fróða, sýslumanns í Hegranesþingi. Rituð af sjálfum honum
í dönsku máli, en Gísli Konráðsson færði hana á íslenzkt mál, jók hana og hélt
henni fram (Kaupmannahöfn: Sigurður Kristjánsson 1895), bls. xxxviii.
Saga haust 2011 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 11/24/11 9:52 AM Page 218