Saga - 2011, Qupperneq 225
í umfjöllun um kveðskap einkum rætt um höfunda og listrænt gildi (I, bls.
l–lii) en ekki vikið að því hvernig höfundur Morkinskinnu nýtti sér kvæðin
og vissi jafnvel lítið annað um atburði; samdi hann ef till vill sum þeirra
sjálfur í tilefni dagsins? Reyndar segir nokkru síðar: „Hlutverk kvæða sem
tilvísana minna á síunga deilu um hvort íslensk miðaldasagnarit séu sagn -
fræði eða skáldskapur“ (I, bls. lvi). Ekki fæst botn í þá deilu í framhaldinu
og látið duga að Morkinskinna „látist vera“ sagnarit og sé „ólík“ Íslend-
ingabók og Ágripi af Noregskonungasögum. Ekki er útskýrt í hverju sá
munur er fólginn, nema að Morkinskinna sé „fjölskrúðugur texti“ þar sem
hvorki séu meginþráður né útúrdúrar „heldur allir þættir jafn mikilvægir“
(I, bls. lvii). Líkast til eru hin ritin það ekki, en hvað svo? Þetta segir ekki
neitt og almennt má segja að í formála vanti umræðu og ábendingar um
atvik eða atriði sem nokkuð öruggt er eftir enn traustari heimildum að hafi
gerst eða verið og hvað sé augljós hugarburður. Vel hefði til dæmis farið á
því að ræða ferðir Magnúsar berfætts um Suðureyjar og til Írlands (II, bls.
bls. 40–49 og 64–70) eða ferðalag Sigurðar Jórsalafara suður til Portúgals og
inn eftir Miðjarðarhafi, þar sem konungur minnir á Don Kíkóta í bráðræði
sínu og bjartsýni (II, bls. 76–99). Ófáir fræðimenn hafa tekist á við vanda-
sama aðgreiningu skáldskapar og sagnaritunar í konungasögum. Eru fáein
rit nefnd í skýringum við textann, svo sem greinar eftir Karin Ellen Gade
um Giffarðs þátt og Gary B. Doxey um ferðir norrænna krossfara, en sam-
fellda umræðu skortir. Eða eru konungasögur kannski „bara“ bókmenntir?
Það er raunar sú tilfinning sem smám saman mótast við lestur formálans,
án þess að útgefendur fullyrði slíkt berum orðum heldur aðeins með óljósum
hætti, eins og þegar sagt er að þann margslungna Harald harðráða megi
túlka „eins og hann birtist í hinum varðveitta sögutexta“ (I, bls. lxii). Har -
ald ur er samkvæmt þessu „vinsæll þrátt fyrir hörkuna og hefur mikla per-
sónutöfra“ en Magnús sonarsonur hans er „ómótaðri persóna“ (II, bls. ix)
og Sigurður sonur hans aftur á móti „einn flóknasti konungur Morkin -
skinnu“ (II, bls. xi). Neðan máls gætir þess aftur á móti víða að sagan sé í
meginatriðum sönn og á einum stað undrast útgefendur að Þorgils nokkur
Birnuson, annars óþekktur, skuli hafa haft svona mikil völd í Danmörku (I,
bls. 165). Var hann ef til vill aldrei til nema í þessum eina texta?
Við lestur Morkinskinnu verður ofangreind tilfinning eiginlega að full-
vissu um að frásögnin sé lítið annað en dæmisögur og gamansögur, án mik-
illa tengsla við nokkuð sem kann að hafa eða mun hafa gerst eða sem vitað
er að hafi gerst í raun. Nægir að taka dæmi af stórfenglegu málæði Sveinka
Steinarssonar (II, bls. 33–34) og lýsingu á flótta Karls vesæla: „Hann leitar
nú út og ofan á sjóvarbryggju og í garðhús eitt, þar er flæður gekk undir, og
gat þar komið af sér fjötrinum af öðrum fæti og þó með þeim hætti að hann
hjó af sér hælbeinið. Síðan bindur hann fjöturinn við annan fótinn. Þá tók
hann upp fjöl eina úr gólfinu og hleypur þar undir niður á sjóinn“ (I, bls.
14–15). Sagan segir þetta eiginlega sjálf, því eftir spaugilegar samræður
norskra hermanna við danska kerlingu kemur ritskýring: „Þetta er gamans
ritdómar 225
Saga haust 2011 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 11/24/11 9:52 AM Page 225