Saga - 2011, Síða 227
ur, villa sér sýn (bls. 142). [Gunnar Karlsson 2007 merkir Inngangur að
miðöldum. Handbók í íslenskri miðaldasögu I.]
Frásagnarmynstur sem höfundur telur að birtist í Sturlungu eru t.d. viss
atriði sem eru tekin fram þegar sagt er frá vígaferlum, lokavörn hetju, dauða
höfðingja eða eggjun konu sem hvetur karl til hefndarvíga (sjá t.d. III. kafla).
Skoðun hans er sú að raunveruleikinn kunni oft að hafa verið annar. En á
það hefur margoft verið bent að deilur og vígaferli fóru oft fram samkvæmt
mynstri í raunveruleikanum, þar sem eru svonefndar fæðardeilur. Höfund -
ur víkur lítt að þessu og fjallar ekkert um að fæðardeila snerist um að endur -
heimta skertan heiður og var ólík taumlausu stríði þar sem áhersla var lögð
á að eyða andstæðingi (sbr. um stríð, bls. 176–177). Þá eru þeir til sem telja að
dauða hetju hafi oft borið að með sama eða líkum hætti í raunveruleikan-
um, það sé varla eingöngu bókmenntalegt mynstur hvernig endalokum
hetju er lýst ítrekað á líkan hátt. Og fyrir liggur að hvöt var hlutverk kvenna
í mörgum samfélögum, þær eggjuðu karla til hefnda. Því miður ræðir höf-
undur þetta lítt eða ekki. Fróðlegt hefði og verið að sjá höfund fjalla um ritúöl,
hina miklu umræðu um það að höfðingjar á miðöldum hafi oft sviðsett
framkomu sína í veruleikanum með táknrænum hætti.
Sjálfur er undirritaður þeirrar skoðunar að endalok Sturlusona, Þórðar
og Snorra, og einnig Sturlu Sighvatssonar (og þar með Sighvats Sturlusonar)
lúti frásagnarmynstrum og séu sviðsett í Sturlungu. Það er m.ö.o. hætt við
að ekki sé að finna í Íslendinga sögu í Sturlungu nákvæma vitneskju um það
hvernig dauða þessara manna bar raunverulega að. Sá sem sagði frá, Sturla
Þórðarson, vildi með tilteknum frásagnarmynstrum koma ákveðnum boð -
skap eða skilningi á framfæri. Þarna er undirritaður alveg á sömu línu og
höfundur umræddrar bókar.
Í bókinni koma fram margar góðar athuganir á einstökum sögum og
framsetningu þeirra, svo sem Guðmundar sögu dýra (einkum bls. 94–98).
Vandi þeirra sem fást við Sturlungu er einmitt sá að óvíst er hvað safnand-
inn um 1300 gerði nákvæmlega, hverju hann bætti við og hvert markmið
hans var. Höfundur er meðal hinna fremstu af þeim sem hafa beint athygl-
inni að safnandanum á seinustu áratugum. Stundum má sjá hverju safn-
andinn breytti og mér virðast athuganir höfundar á slíkum atriðum, að svo
miklu leyti sem þau snerta Hrafns sögu Sveinbjarnarsonar og Prests sögu
Guðmundar Arasonar, skynsamlegar og sannfærandi. Oft finnst mér hins
vegar vanta skýrari rök fyrir því sem safnandinn á að hafa bætt við.
Höfundur bendir á að fræðimenn hafi flestir talið að einhver Narfasona
(bls. 266), líklegast Þórður Narfason, hafi skeytt sögurnar saman (bls. 36 og
241). Það verður að fullri vissu í bókinni að Þórður sé safnandinn (bls. 52,
55, 61, 208 og 259) og er hiklaust ályktað út frá því að safnandinn hafi verið
lærisveinn Sturlu Þórðarsonar og haldið áfram verki hans, verið lögmaður,
efnaður fyrirmaður og konungs þjónn (bls. 61, 182, 186, 188 og 242–3).
Þannig virðist tilgáta verða að vissu og staða hins ætlaða safnanda virðist
ritdómar 227
Saga haust 2011 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 11/24/11 9:52 AM Page 227