Saga - 2011, Page 231
Collingwoods eru unnar af mikilli nákvæmni. Þær sýna okkur ekki aðeins
litbrigði (sem ljósmyndir hefðu ekki getað gert á þessum tíma) og bugður í
landslagi, heldur fela þær í sér ríka tilfinningu fyrir upplifun þess sem held-
ur á penslinum. Það kann vel að vera að Collingwood hafi stundum lyft
fjöllum og stækkað skriður, en það kann líka vel að vera að hann hafi upp-
lifað stærð og ógn fjallanna á annan hátt en við gerum í dag. Vatnslita -
myndir Collingwoods eru ekki hlutlaus lýsing, en þær eru engu að síður
sönn lýsing og fela í sér fallegan og djúpan sannleika um samband manns
við náttúru sem hann virðist bera óttablandna virðingu fyrir. Fagur fræð -
ingurinn og listmálarinn John Ruskin var samstarfsmaður og „mentor“
Collingwoods um langa hríð. Einar Falur rekur í bók sinni hugmyndafræði
Ruskins og áhrif hans á Collingwood. Hann segir m.a.:
Grunnatriði í hugmyndafræði Ruskins snýst um það hvernig fólk geti
fangað og varðveitt fegurð staða sem það upplifir. […] Áhrifaríkasta
leiðin til að öðlast meðvitaðan skilning væri að reyna að lýsa fallegum
stöðum með listinni, með því að skrifa um þá eða teikna (bls. 44).
Collingwood virðist hafa þetta að leiðarljósi. Tilgangur hans með ferðinni
er að skapa sögusvið fyrir lesendur og áhugafólk um norræna menningu
sem býr fjarri þessum merku söguslóðum og getur átt erfitt með að ímynda
sér stórbrotið landslagið, sem að hans mati hlýtur að hafa haft áhrif á til-
finningalíf sögupersónanna (bls. 40). Auðvelt er að ímynda sér að í huga
Collingwoods hafi þeir Gunnar og Njáll verið jafn raunverulegur hluti af
því umhverfi sem hann leitaðist við að miðla og Sigurður E. Sverrisson
sýslumaður, sem hann hitti í eigin persónu í Hrútafirði þann 15. júlí árið
1897 (bls. 64).
Það má einnig ætla að Einar Falur Ingólfsson hafi fundið fyrir nærveru
Collingwoods þegar hann ferðaðist um landið, 110 árum síðar, í þeim til-
gangi að mynda staðina sem Collingwood hafði áður málað. Líkt og
Collingwood hafði áður notað Íslendingasögurnar sem fararstjóra notaði
Einar Falur Collingwood og verk hans sem leiðsögumann. Einar Falur segir
svo frá:
Fyrst í stað var markmiðið að finna út hvernig hann hefði unnið, hve
nákvæmur hann var, hvort hann breytti landi eða bætti — og þá
hvernig. […] Collingwood lagði því línurnar, hvar ég ætti að mynda.
Ég notaði 4×5 tommu blaðfilmuvél, en á þann hátt fást myndir sem búa
yfir afar ríkulegum upplýsingum um öll smáatriði. Jafnframt er þetta
tækni sem krefst þess að ljósmyndarinn vinni nokkuð hægt og af yfir-
vegun (bls. 13).
Líkt og Collingwood gengur Einar Falur út frá því að hann geti dregið upp
sanna mynd af veruleikanum, en Einar Falur gengur skrefi lengra því að
hann ætlar einnig að kanna hvernig verk Collingwoods falla að þeirri sönnu
mynd sem hann ætlar að nota ljósmyndatæknina til að fanga. Einar Falur
ritdómar 231
Saga haust 2011 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 11/24/11 9:52 AM Page 231