Saga - 2011, Page 232
virðist eiga í ekki síður flóknu sambandi við sannleikann en Collingwood.
Hann notar tækni sem gerir honum fært að fanga „öll smáatriði“. Hann leit-
ast því við að miðla veruleikanum eins og hann raunverulega er. Engu að
síður eru verk hans mjög persónuleg. Einar Falur velur sér sjónarhorn sem
við fyrstu sýn kunna að virða hlutlaus en eru, þegar betur er að gáð, upp-
full af táknum og merkingu. Einar Falur segir: „Hinn hlutlausi eða algjör-
lega hlutlægi rammi er ekki til; sjónarhornið byggist ætíð á huglægu og per-
sónulegu vali“ (bls. 96). Þegar hann myndar Tryggva Jóhannsson, bónda á
Stóru-Borg, sjáum við ekki aðeins ásjónu Tryggva heldur sjáum við einnig
alla þá smáhluti sem mynda umgjörð um líf hans inni á heimilinu: póstkort
af drottningu, ljósmynd af hundi, postulínsstyttu, fax af hesti, raka-
skemmdir á veggfóðri. Einar Falur stillir Tryggva upp á þann hátt sem hann
vill sýna hann. Á sama hátt stillir hann landinu upp, fjöllunum, mýrinni,
trjágróðri og manngerðu umhverfi sem skapar óróa í náttúrunni. Líkt og
vatnslitamyndir Colling woods eru ljósmyndir Einars Fals persónulegar, á
einhvern djúpan og margslunginn hátt, um leið og þær hafa á sér yfirbragð
hlutleysisins.
Vatnslitamyndir Collingwoods og ljósmyndir Einars Fals eiga margt
fleira sameiginlegt en að fjalla um samband mannsins við umhverfi sitt og
möguleika hans til að miðla á sannan hátt þeirri upplifun sem hann verður
fyrir. Þær fjalla líka um tímann. Collingwood var 42 ára þegar hann lagði af
stað í Íslandsferð sína. Sumarið 2009, þegar Einar Falur vann meginhluta
þeirra mynda sem eru í bókinni, var hann einnig 42 ára (bls. 72). Það er aug-
ljóst að Einar Falur finnur mikinn samhljóm með sjálfum sér og verkum sín-
um annars vegar og Collingwood og Íslandsverkefni hans hins vegar. Bókin
Sögustaðir er enda byggð upp eins og samtal þeirra á milli. Ljósmyndir
Einars Fals kallast á við myndir Collingwoods og í textanum er þetta sam-
tal dregið fram; þannig varpar hver tími ekki aðeins ljósi á sjálfan sig heldur
einnig þann tíma sem hann á í samræðum við. Einar Falur útskýrir þetta
svo:
Í ljósmyndaverkum mínum legg ég þriðja tímalagið ofan á hina tvo
tíma Collingwoods — og allir þessir tímar taka að tala saman. Verkið
Sögustaðir er um þessa þrjá tíma: söguöldina, sem Collingwood vildi
sýna, samtíma hans og loks samtíma minn, þegar ég tók ljósmyndirnar,
á árunum 2007 til 2009 (bls. 72).
Einar Falur dregur upp mynd af ferðalagi Collingwoods um leið og hann
sýnir okkur Ísland, okkar nánasta umhverfi, í bæði framandi og kunnuglegu
ljósi. Kunnuglegt og framandi á sama tíma, segi ég, því að þótt við séum ef
til vill vön að sjá auglýsingaskilti og ryðgað bílhræ í fögru landslagi, þá rat-
ar þetta sjónarhorn á veruleikann sjaldan í fjölskyldualbúm eða hefðbundn-
ar landslagsbækur. „Ég hef forðast hið söluvænlega landslag“, segir Einar
Falur (bls. 96). Þetta sjónarhorn, sem leitast fremur við að draga fram það
sem fellur ekki að hefðbundnum hugmyndum um landslag, er þó að vinna
ritdómar232
Saga haust 2011 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 11/24/11 9:52 AM Page 232