Saga - 2011, Side 246
AF AÐALFUNDI SÖGUFÉLAGS 2 0 1 1
Aðalfundur Sögufélags var haldinn laugardaginn 29. október 2011 í
húsnæði félagsins að Fischersundi 3 og hófst hann kl. 15:00. Forseti
félagsins setti fund og skipaði Láru Magnúsardóttur sagnfræðing
fundarstjóra. Súsanna Margrét Gestsdóttir sagnfræðingur var skipuð
fundarritari. Síðan flutti forseti skýrslu stjórnar.
Engar breytingar urðu á stjórn Sögufélags starfsárið 2010–2011.
Súsanna Margrét Gestsdóttir var áfram ritari, Bragi Þorgrímur
Ólafsson gjaldkeri, Illugi Gunnarsson og Unnur Birna Karlsdóttir
meðstjórnendur og Sigurður Gylfi Magnússon og Ólafur Rastrick
varamenn. Enginn mannamunur er gerður í stjórninni og allir boð -
aðir á fundi sem jafningjar.
Hins vegar kom í ljós á aðalfundinum að miklar breytingar yrðu
á stjórn félagsins fyrir starfsárið 2011–2012. Forsetinn og þrír stjórn-
armenn, þau Ólafur, Unnur og Sigurður Gylfi, gáfu ekki kost á sér
til áframhaldandi setu. Í stað Önnu var Guðni Th. Jóhannesson kjör-
inn forseti Sögufélags, Helgi Skúli Kjartansson prófessor var kjörinn
í aðalstjórn ásamt Illuga, Braga og Margréti og varamenn voru
kjörnir sagnfræðingarnir Sverrir Jakobsson, aðjunkt við Háskóla
Íslands, og Helga Jóna Eiríksdóttir, starfsmaður á Þjóðskjalasafni
Íslands. Skoðunarmenn reikninga eru Guðmundur Jónsson prófess-
or, sem var endurkjörinn, og Sveinn Agnarsson, forstöðumaður
Hagfræðistofnunar, og kom hann í stað Halldórs Ólafssonar, fyrr-
verandi útibússtjóra, sem gaf ekki lengur kost á sér í starfið. Eru
honum þökkuð vel unnin áratugalöng störf. Varamaður var kjörinn
Gísli Gunnarsson prófessor emeritus. Það hefur verið venjan und-
anfarið að bjóða nýbökuðum doktorum í sagnfræði að flytja erindi
á aðalfundi Sögufélags. Í þetta sinn flutti Viðar Pálsson, doktor frá
Kaliforníuháskóla í Berkeley, erindið: „Einstaklingurinn og lista-
verkið. Hugmyndafræðilegar rætur íslenska skólans.“ Fylltist húsið
af miðaldafræðingum og urðu miklar umræður í kjölfar ögrandi
fyrir lesturs dr. Viðars. Að venju var aðalfundurinn vel sóttur.
Þrettán stjórnarfundir voru haldnir á starfsárinu, enda annasamt
ár. Við mörg vandamál var að glíma og útgáfustarfsemin óvenjulega
mikil.
Um útgáfumál Sögufélags: Tímarit Sögufélags, Saga, fremsta fag-
tímarit íslenskra sagnfræðinga, kom út í tveimur heftum, að
Saga haust 2011 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 11/24/11 9:52 AM Page 246