Saga - 2011, Qupperneq 249
Afmælisnefnd Jóns Sigurðssonar ákvað á sínum tíma að leggja
talsvert fé í bók um Jón Sigurðsson. Nefndin valdi verk sem Páll
Björnsson sagnfræðingur hafði þá í smíðum en höfundi var í sjálfs-
vald sett til hvaða forlags hann leitaði um útgáfu bókarinnar. Páll
valdi Sögufélag og er bókin, sem ber titilinn Jón forseti allur? Tákn -
myndir þjóðhetju frá andláti til samtíðar, væntanleg á dánardegi Jóns,
7. desember. Er sá útgáfudagur mjög við hæfi þar sem bókin hefst á
andláti Jóns, en hún fjallar um það hvernig opinberir aðilar, félaga-
samtök, fjölmiðlar, stjórnmálamenn, fyrirtæki og almenningur hafa
gert sér mat úr táknmynd Jóns. Er hér á ferðinni nýstárleg bók um
Jón forseta, rúmlega 300 síður að lengd, ríkulega myndskreytt og
glæsileg í hvívetna. Stjórn Sögufélags skipaði þriggja manna rit-
nefnd Páli til aðstoðar. Í henni sitja sagnfræðingarnir Guðmundur
Hálfdanarson og Sigurður Gylfi Magnússon auk Jóns Karls Helga -
sonar bókmenntafræðings.
Loks er að nefna fyrstu ævisögu Ingibjargar Einarsdóttur, eigin-
konu Jóns forseta, eftir Margréti Gunnarsdóttur. Samkvæmt rann-
sókn Þorgerðar Þorvaldsdóttur, sem birtist í Sögu 1996, kemur nafn
Ingibjargar oftast fyrir af nöfnum kvenna í íslenskum kennslubók-
um. Það er því löngu tímabært að ævisaga hennar sé rituð. Þetta
verk er gefið út af bókafélaginu Uglu í samvinnu við Sögufélag.
Styrktarfélag SPRON leitaði til Sögufélags vegna ritunar sögu
SPRON. Stjórnin réð sagnfræðinginn Árna Haukdal Kristjánsson til
verksins en einn stjórnarmaður, Sigurður Gylfi Magnússon, ritstýrir
verkinu. Samkvæmt samningi kemur bókin út á næsta ári.
Fjárskortur veldur því að útgáfa þriggja verka frestast. Már
Jónsson, hinn afkastamikli prófessor, er nánast tilbúinn með tvö
þeirra. Annars vegar er það fimmta ritið í Safni Sögufélags: Johann
Anderson, Nachrichten von Island, gefið út í Hamborg 1746, sem Már
er nú að þýða og skrifa skýringar við. Það hefur aldrei komið út í
heild sinni. Þetta ku vera mest krassandi níðrit sem skrifað hefur
verið um Ísland. Hins vegar vinnur Már að ritinu Galdradómar,
sem er heildarsafn dóma og bréfa um galdramál 17. aldar og verður
um 600 blaðsíður að lengd. Vinnu við ritið Konungar Íslands
1264–1944 var haldið áfram öðru sinni í námskeiði á meistarastigi í
sagnfræði við Háskóla Íslands. Hugmyndin er að gefa út ríkulega
myndskreytta bók um alla þá sem báru konungsnafn á Íslandi
meðan Íslendingar höfðu konung. Bókin er ætluð almennum les-
endum til fróðleiks og ekki síður skemmtunar. Auk þess mun ritið
nýtast sem handbók með upplýsingum um líf þessara konunga og
af aðalfundi sögufélags 2011 249
Saga haust 2011 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 11/24/11 9:52 AM Page 249