Jökull


Jökull - 01.01.2001, Side 17

Jökull - 01.01.2001, Side 17
Jökulsárlón at Breiðamerkursandur sandinn nokkru austan við Jökulsárbrú og flytja þurfi hann norðar á fyllingu yfir syðsta hluta lónsins. Jökulsárlón myndaðist á hlýskeiði 20. aldar er sporður Breiðamerkurjökuls hopaði úr djúpu fleti sem hann hafði grafið við framrás á kuldaskeiði frá 13. öld til loka 19. aldar. Rekja má rýrnun jökulsins, mynd- un lónsins og vöxt, frá upphafi 20. aldar, af ýmsum landakortum og loftmyndum (Price, 1969,1971,1982; Howarth and Price, 1969; Boulton, Harris and Jarvis, 1982; Boulton, Thors and Jarvis, 1989; Helgi Björns- son, 1996,1998; Helgi Björnsson og Gunnar Páll Ey- dal, 1998). Land undir Breiðamerkurjökli var síðan kannað með íssjármælingum 1991 og kort gerð af botni og ísþykkt upp af lóninu (Helgi Björnsson, Finnur Pálsson og Magnús T. Guðmundsson, 1992). Árið 1997 hófst samstarf Vegagerðar og Raunvísinda- stofnunar um að nýta þessi gögn til þess að lýsa vexti lónsins, mæla ísstreymi niður að sporði og meta fræði- lega með því að tengja það við ísþykkt, halla yfirborðs og vatnsþrýsting við jökulbotn. Ennfremur að meta með fræðilegum líkönum hvernig Jökulsárlón gæti breyst á næstu áratugum. Loks í ljósi niðurstaðna að áætla orkuþætti sem bræða ís í lóninu og ræða hvernig dragi úr ísbráðnun ef lokað yrði fyrir innstreymi sjávar til lónsins. Jökulsárlón varð til og óx vegna þess að meira kelfdi og bráðnaði af jökulsporðinum en skreið fram hann. Fyrst varð vart við lónið árið 1934 en síðan hefur Breiðamerkurjökull hopað 4 km og lónið er nú orðið 15 km $ að flatarmáli. Það stækkaði nokkuð hægt fram yfir miðja 20. öld, tók vaxtarkipp laust fyrir 1960, óx síðan jafnt fram að 1990, en síðastliðinn áratug hefur það aukist örar á ný; um 0.5 km $ á ári og þar hefur bráðnað um 0.3 km af ís árlega (5. mynd). Mælingar 1997 til 1999 sýndu ísskriðshraða sem ne- mur 258 m á ári niður að lóninu, en hraði kelfingar var 582 m á ári svo að sporðurinn hopaði um 324 m á ári; alls kelfdu 260  10 m af ís í lónið hvert ár. Stærð Jökulsárlóns á komandi árum mun ráðast af afkomu Breiðamerkurjökuls, innstreymi íss og því hve hratt ís nær að bráðna í lóninu. Haldist afkoma jökulsins svipuð og hún hefur verið undan- farinn áratug benda líkanreikningar til þess að sporður Breiðamerkurjökuls við Jökulsárlón haldi áfram að hopa eins og hann hefur gert undir lok 20. aldar. Þá myndi Breiðamerkurjökull hörfa upp úr 25 km löngu Jökulsárlóni á næstu tveimur öldum og allur jökull norður fyrir Esjufjöllum hverfa á 400 árum (12. mynd). Sú orka sem bræðir ís í Jökulsárlóni er annars veg- ar varmi frá andrúmslofti og geislun sem vatnið fær og hins vegar varmi frá sjó sem streymir inn um farveg Jökulsár. Varmaflæði sem bræðir ís í Jökulsárlóni nú er um 2500 MW. Helmingur til tveir þriðju þess kem- ur með sjávarstraumum inn í lónið. Verði lokað fyrir innstreymi sjávar með því að fylla upp í núverandi farveg Jökulsár myndi hægja á ísbráðnun en frekari könnun á varmastraumum og líkangerð af ísflæði þarf til þess að meta áhrif þess á stærð lónsins. REFERENCES Aðalgeirsdóttir, G., G. H. Guðmundsson and H. Björnsson 2000. The response of a glacier to a surface pertur- bation, a model study on Vatnajökull ice cap. Ann. Glaciol. 31, 104–110. Árnason, S. 1998. Mæling á rennsli og hitastigi í Jökulsá á Breiðamerkursandi. (In Icelandic), Orkustofnun, Vatnamælingar, greinargerð 1998–12–10. Bindschadler, R. 1983. The importance of pressurized sub- glacial water in separation and sliding at the glacier bed. J. Glaciol. 29 (101): 3–19. Björnsson, H. 1979. Glaciers in Iceland. Jökull 29, 74–80. Björnsson, H. 1996. Scales and rates of glacial sediment removal: a 20 km long and 300 m deep trench created beneath Breiðamerkurjökull during the Little Ice Age. Ann. Glaciol. 22, 141–146. Björnsson, H. 1998. Frá Breiðumörk til jökulsands: mótun lands í þúsund ár. In G. S. Árnason, ed. Kvískerjabók, 164–176, (In Icelandic). Björnsson, H., F. Pálsson and M. T. Guðmundsson 1992. Breiðamerkurjökull, results of radio echo soundings 1991. Science Inst., Univ. of Icel., RH–92–12, 19 pp. Björnsson H. and F. Pálsson 1998. Icemass: Mass balance and meteorological observations on Vatnajökull 1998. European Union Field Report, RH–14–98, 14 pp. Björnsson, H., F. Pálsson and S. Guðmundsson 1998. Mass balance and meteorological observations on Vat- najökull 1997. Science Institute, Univ. of Icel., RH– 03–98, 20 pp. JÖKULL No. 50 17
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153

x

Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.