Jökull


Jökull - 01.01.2001, Page 140

Jökull - 01.01.2001, Page 140
Magnús T. Guðmundsson félagi JÖRFÍ lést á árinu. Hann var lengi einn af lyk- ilmönnum í jöklaferðum félagsins, sat í stjórn í 5 ár (1967–1972) og í varastjórn í 14 ár (1972–1986). FJÁRMÁL Félagsgjöld ásamt tekjum af áskrift að Jökli erlendis frá eru stærsti einstaki tekjuliður félagsins. Styrkur frá ríkisvaldinu til útgáfu Jökuls hefur fengist flest síðustu árin og á þessu ári hefur fengist 200.000 kr. styrkur frá Menntamálaráðuneyti. Ekki tókst að fá hliðstæð- an styrk frá Umhverfisráðuneyti þrátt fyrir að fyr- ir að óformleg ákvörðun hafi legið fyrir slíkt fyrir- komulag á styrkveitingum af ríkisvaldsins hálfu. Og í haust fékk formleg synjun á fjárbeiðni félagsins frá Umhverfisráðherra. Stjórn félagsins vill þó ekki gef- ast upp við svo búið og verður málið kannað aftur og þess freistað að kynna ráðherra þjóðþrifastarf félags- ins við rannsóknir og útgáfu. Rekstur bíls félagsins varð nokkuð dýr en á móti kom að hann nýttist vel í erfiðum ferðum og sýndi gagnsemi sína fyrir starf- semina. RANNSÓKNIR Umbrot í Vatnajökli mörkuðu áherslur í rannsóknum félagsins. Áfram var haldið rannsóknum á afleiðing- um gossins í Gjálp 1996 en umfangsmestar urðu rann- sóknir á Grímsvötnum í kjölfar gossins í desember 1998. Voru farnar þrjár rannsóknarferðir í Grímsvötn vegna þeirra, vetrarferð í febrúar, vorferð í júní og haustferð í september. Eins og í fyrra tók félagið þátt í jarðskjálftamælingum á vestanverðum Vatnajökli. Þá voru unnar mælingar á jökulsporðum víðsvegar um landið. Vetrarferð Vetrarferðin stóð dagana 4.-8. febrúar. Tilgangur hennar var að kanna ummerki gossins í Grímsvötn- um, en því lauk 28. desember, eða um 5 vikum fyrr. Í ferðinni tóku þátt allmargir sjálfboðaliðar JÖRFI, auk vísindamanna frá Raunvísindastofnun, Norrænu Eld- fjallastöðinni og Náttúrufræðistofnun Íslands. Fremur erfiðlega gekk að komast í Jökulheima vegna krapa, og var það einkum þunglestaður Dodge bíll félagsins sem sökk í. Hópurinn komst á Grímsfjall að kvöldi 5. febrúar og hélt niður á gosstöðvunum daginn eft- ir. Þar var unnið við sýnatöku og mælingar meðan birta leyfði en frost var um 20 gráður allan tímann á jöklinum. Hópurinn hélt til byggða Jökulheima þann 7. febrúar en varð að skilja Dodginn eftir með brotið afturdrif við Vestari Svíahnúk. Var hann sóttur viku síðar. Vísindalegur árangur þessarar fyrstu vetrarferð- ar félagsins í Grímsvötn var góður, þó svo ferðin væri erfið. Er þessi ferð merki um samtakamátt félagsins og mikilvægi þess að hafa á að skipa reyndum ferða- mönnum sem tilbúnir eru að leggja sig alla fram um að ná markmiðum leiðangursins. Vorferð Vorferð félagsins 1999 var með þeim viðburðaríkari sem farnar hafa verið, a.m.k. hin seinni ár. Ferðin átti að standa í tvær vikur, en vegna stöðugra illviðra og bilana seinni vikuna, teygðist úr henni, svo þeir síð- ustu skiluðu sér ekki til byggða fyrr en á 20. degi. Stóð hún því í 20 daga en aðeins fáir voru á jökl- inum svo lengi. Bilanir hrjáðu meirihluta farartækj- anna seinni hluta ferðarinnar, og svo var á tímabili að við skálana stóðu bilaður jeppi, snjóbíll og Dodge JÖRFÍ, auk þriggja vélsleða. Eftir voru þá ökufær einn jeppi og þrír sleðar. Vegna óveðurs var nánast ekk- ert unnið í fjóra daga, og einn daginn mældist vind- hraði yfir 40 m/s á tímabili. Fauk þá allt lauslegt, en sem betur fer hafði verið vel gengið frá flestu svo tjón var lítið, helst sökknuðu menn 12 forláta plasttunna sem bundnar höfðu verið saman ofan við eldsneyt- isgeymsluna. Spurðist reyndar til þeirra seinna um sumarið á Skeiðarárjökli við Innridal ofan Færiness. Þrátt fyrir bilanir og illviðri tókst að vinna flest verk- efni ferðarinnar. Þau voru: 1. Í fyrri vikunni var smíðuð ný forstofa á gamla skál- ann og honum breytt svo hann megi nýtast sem best fyrir margskonar mælitæki. 2. Vatnshæð Grímsvatna var mæld, bæði við gíginn og á nýja borstaðnum. Þann 20. júní var hún 1361 m y.s. 3. Vetrarákoma var mæld í Grímsvötnum á borstað (64 24.9’ N, 17 20.2’ V). Reyndist vetrarlagið 6.0 m á þykkt en þar af var öskulagið úr gosinu í desem- ber 1.0 m. Vatnsgildi snævarins var 2590 mm. Vetrar- ákoman á Bárðarbungu var mæld 10. júní. Þykkt vetr- arlagsins var 4.2 m og vatnsgildi 2180 m. 4. Tekin var 7.5 m gryfja í Grímsvötnum og grafið upp 140 JÖKULL No. 50
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153

x

Jökull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.