Jökull - 01.01.2001, Blaðsíða 129
Jöklabreytingar 1930–1960, 1960–1990 og 1998–1999
Oddur Sigurðsson
Orkustofnun, Grensásvegi 9, 108 Reykjavík
YFIRLIT — Jöklamælingamenn skiluðu umsögnum um jökulsporða á 43 stöðum haustið 1999. Af þeim hopuðu
36, 4 gengu fram en 3 stóðu í stað. Á tveimur stöðum varð ekki komist að niðurstöðu vegna þess að sporðurinn
var hulinn snjó eða aur. Af þeim jöklum, sem ekki eru framhlaupsjöklar hopuðu 18 en einn stóð í stað. Einstöku
tilvik verða skýrð hér að neðan. Veturinn 1998-1999 var snjóþungur um norðanvert landið en annars var
snjólétt einkum sunnan heiða. Sumarið 1999 var í hlýrra lagi um land allt. Mikill gangur var í Hagafellsjökli
eystri frá maí fram í júlí en þess varð fyrst vart haustið 1998. Mjög mislangt hefur verið milli framhlaupa
jökulsins og stingur það í stúf við flesta aðra jökla sem kunnir eru að því að hlaupa fram. Miklar drunur hafa
heyrst til Dyngjujökuls og bendir það til að hann liggi ekki kyrr. Gangur er enn í Drangajökli í Kaldalóni og
Leirufirði.
AFKOMUMÆLINGAR
Hér fylgja í töflu 1 tölur um afkomu nokkurra
jökla samkvæmt mælingum Orkustofnunar og Raun-
vísindastofnunar Háskóla Íslands (Helgi Björnsson
og fl., 1993, 1995a, 1995b, 1997, 1999; Raunvís-
indastofnun Háskólans, Helgi Björnsson og Finnur
Pálsson munnlegar upplýsingar, Oddur Sigurðsson,
1989, 1991, 1993; Oddur Sigurðsson og Ólafur Jens
Sigurðsson 1998). Til samanburðar eru einnig í töfl-
unni samsvarandi tölur fyrri ára. Að þessu sinni bætast
við mælingar Raunvísindastofnunar og Landsvirkjun-
ar á Langjökli. Þar eru afkomutölur birtar fyrir jök-
ulinn í heild og því er jafnvægislínan sett sem tvær
tölur, og gildir sú fyrri fyrir sunnanverðan jökulinn en
sú síðari fyrir hann norðanverðan (Helgi Björnsson og
félagar 1999).
ATHUGASEMDIR OG VIÐAUKAR
Snæfellsjökull
Hallsteini Haraldssyni virðist Hyrningsjökull enn
þynnast verulega þótt það komi ekki fram sem mik-
ið hop.
Drangajökull
Kaldalónsjökull – Nú er farið að mæla frá járnstöng
í vörðu á Votubjargaöldu sem Jón Eyþórsson reisti
1931 (sjá myndir í síðustu grein um jöklabreytingar).
Jón mældi að vísu ekki frá þessu merki en afstaðan er
allvel þekkt.
Lýsing Indriða á Skjaldfönn á árferði er svohljóð-
andi: „Veðurfar hefur verið nokkuð stórköflótt hér
við Djúp. Bleytuhríð gerði á gamlársdag, lagði þykkt
krapalag yfir jörð og síðan spilliblota í ársbyrjun svo
allt varð samfrosta. Snjóþyngslin á þorra og önnur
bleytuhríð í marsbyrjun bætti um betur svo að ég hef
aldrei séð svo ferlega svellbrynju. Voraði seint og var
kalt og úrkomusamt úr hófi og sauðgróður kom ekki
fyrr en um 10. júní að kjarr fór að grænka að ráði. Um
80% túna hér stórskemmd eða alónýt vegna köfnunar-
kals, svo að mestur heyskapur var sóttur á sinuborinn
eyðijarðatún á Snæfjallaströnd.
Gekk í dágóða sumartíð í júlíbyrjun, en of þurrt og
hamlaði sprettu. Heyskapartíð með eindæmum hag-
stæð, kom ekki dropi úr lofti frá 20. júlí til ágústloka.
Ber lítil og bragðlaus. Dilkar í góðu meðallagi enda
mikill snjór sunnan í brúnum og til fjalla allt til hausts
og gróður þar í blóma fram til veturnótta því haustið
var hlýtt og veður góð oftast án umtalsverðra frosta.
Jörð enn auð og þíð nú um miðjan nóvember. Óvenju
mikið eftir af Skjaldfönninni
Síðan Kaldalónsjökull fór að ganga fram fyrir 4
árum hafa orðið miklar breytingar á Lónbotninum þar
sem nú er nánast hlíða á milli úfinn skriðjökull. Undir
hann er horfinn 80–100 m hár foss (1. mynd), fram af
Jökulholtum ofaní Kverkina, trúlega með allra hæstu
fossum Vestfjarða. Líka fágæt lind sem hafði um ár-
þúsundir slípað farveg sinn ofaní klöpp um langan
JÖKULL No. 50 129