Jökull - 01.01.2001, Blaðsíða 101
Silfurbergið frá Helgustöðum
frekar ásamt samstarfsmönnum, og byrjuðu þeir að
nota Nicol–prismu í þunnsneiða–smásjám um 1870.
Sjá Leó Kristjánsson (2000) um þau mál. Mörg fyrir-
tæki í Þýskalandi, Frakklandi, Bretlandi og víðar hösl-
uðu sér völl við framleiðslu bergfræðismásjáa og hafa
eflaust þurft til þess tugþúsundir silfurbergskristalla
alls næstu áratugi. Til sérstakra athugana í þessum
smásjám voru að auki notaðar þynnur úr silfurbergi
eða öðrum kristöllum. Óskornir kristallar silfurbergs
voru talsvert notaðir í ódýr smátæki (dichrooskop) til
að bera kennsl á steindir.
Á meðfylgjandi smásjármynd (4. mynd) sést vel,
hve mikið gagn má hafa af skautun ljóss í bergfræði-
rannsóknum. Horft er á gegnsæja þunna sneið af ís-
lensku gosbergi. Efri myndin er tekin í venjulegu ljósi,
og er heldur grámóskuleg þótt greina megi þar ýmis-
konar korn. Þegar Nicol–prismum er skotið inn í ljós-
geislann ofan og neðan sýnisins, koma mismunandi
ljósbrots–eiginleikar kornanna fram sem litir. Þessa
liti má ekki síst nota til að þekkja hinar ýmsu steindir
í sundur, en einnig sést oft innri bygging þeirra, svo
sem tvíburakristöllun. Með aukahlutum í smásjánum
má nota ljóseiginleikana til þess að áætla efnasam-
setningu einstakra korna, og jafnvel breytingar á henni
innan korna. Síðan upp úr 1870 hefur smásjárskoðun
þunnsneiða verið ein mikilvægasta rannsóknaaðferð
jarðfræðinnar.
NÁMAN Á HELGUSTÖÐUM TIL 1890
Litlar sögur fara af því, hvernig silfurberg barst til út-
landa frá Helgustöðum fram yfir 1850, en um þrenns
konar leiðir er að ræða. Í fyrsta lagi gegnum verslunar-
staðina: verslun var í Stóru–Breiðuvík fram yfir 1800
og skarast um nokkur ár við verslunarrekstur á Eski-
firði. Í öðru lagi með erlendum sjómönnum, einkum
frönskum, en frönskum fiskiskipum fjölgaði mjög hér
við land eftir 1815. Í þriðja lagi hafa jarðfræðingar og
aðrir innlendir og erlendir ferðalangar tekið með sér
kristalla. Nokkrar heimildir hefi ég fundið um þenn-
an óskipulagða útflutning, og má eflaust finna fleiri.
Meðal annars fyllti Gaimard–leiðangurinn 1836 stóra
kistu af silfurbergi til að færa vísindamönnum á meg-
inlandinu. Eftir 1850 hófst skipuleg vinnsla til útflutn-
ings, og aflaði H. H. Svendsen kaupmaður á Eskifirði
talsverðs magns á árunum 1855–60. Mest af því efni
hefur þó líklega verið svonefndur „rosti“, litlir og gall-
aðir kristallar sem lágt verð fékkst fyrir. W. Steeg,
optikus í Homburg í Þýskalandi hóf að auglýsa Nicol–
prismu og aðra silfurbergs–hluti í eðlisfræðitímariti
1857, og varð þekktur af þeirri framleiðslu.
4. mynd. Smásjármynd af kornum í þunnsneið af ís-
lensku gosbergi, breidd 2 mm. Efri myndin er tek-
in í venjulegu ljósi, í hinni er skautun ljóss látin
koma fram sem mismunandi litir mismunandi steinda.
Nicol–prismu úr íslenska silfurberginu voru notuð í
nánast allar slíkar smásjár frá 1870 og fram yfir 1920.
– Microscope photo of a thin section of Icelandic
basalts, in ordinary light (above) and with crossed
Nicols. Mynd/photo: Sigurður Steinþórsson.
Umfangsmesta vinnsla silfurbergs á Helgu-
stöðum var framkvæmd af C. D. Tulinius kaup-
manni á Eskifirði á árunum 1863–72. Tengdafað-
ir hans, sr. Þórarinn Erlendsson, átti 3/4 jarðarinnar
Helgustaða, en hið opinbera 1/4. Greiddi Tulinius rík-
JÖKULL No. 50 101