Jökull


Jökull - 01.01.2001, Side 119

Jökull - 01.01.2001, Side 119
Rolla óbreyttrar jöklameyjar Elín Pálmadóttir Grandavegi 47, 101 Reykjavík Aðfararorð – Jón Eyþórsson var býsna glúrinn er hann fyrir hálfri öld efndi til félagsskapar til að koma af stað brýnum rannsóknum á jöklum landsins með áhugafólki og vísindafólki, þar sem hver legði fram það sem hann kann, hvort sem það er að elda góðan graut, halda bílum gangandi, smíða hús eða vinna að hárnákvæmum mælingum og túlka rannsóknagögn, þannig að allir megi nýtast og njóta um leið. Og allir legðu frítt fram sína vinnu og borguðu sjálfir ferðir. Það var á þeim tíma sem ekki var auðveldlega og raunar alls ekki gengið í opinbera sjóði eftir flutningi, viðurværi, hvað þá kaupi í vísindaleiðöngrum, þótt góð rök væru uppi. Sigurður Þórarinsson var þá enn að syngja sér leið í rútubílum í öskulagaleit í börðum út um hvippinn og hvappinn, oft með þessu sama hjálparliði úr félaginu. Ekki er kannski síður merkilegt að þetta fyrirkomulag skuli hafa lifað af og góðu lífi í hálfa öld. Þegar ég í umfangsmiklum leiðangri í vorferðinni 1983 áttaði mig á að sumir voru þar með tilkostnaði og á launum hjá stofnunum en aðrir í sumarleyfinu á eigin kostnað, þá óttaðist ég að þetta mundi varla ganga upp mikið lengur. En það gerir það. Þrátt fyrir allar þær gífurlegu framfarir með viðhorfsbeytingum sem orðið hafa í samfélaginu hefur eftirkomendum fyrir einhvern galdur tekist að halda þessum sérstaka stíl og anda. Það sá ég og skynjaði í vorferðinni 1998. Af hverju sækja menn svona í að komast á kaldan klaka, þangað sem í íslenskri málvitund er ekki kom- ið nema verstu óvinum, hvað þá að leggja með sér vinnu og fé? Af því að það er svo gaman! Enn upplifði ég það í vorleiðangrinum 1998 að ungur formaður af nútímakynslóð sá í kapphlaupinu við tímann til rann- sókna að eigið frumkvæði til þess að allir, hvort sem þeir áttu erindi eða ekki, kæmust í að skoða nýju gos- gjána við Gjálp. Það er eiginlega mesta undur að hita- veituþjóð, sem lítur á klaka sem eitthvað sem maður tekur út úr ísskápnum og setur í drykkinn sinn, skilji fólk með svo afbrigðilegar sérþarfir og tilfinningar þegar mætir þeim þetta yndislega jöklakul er nálgast jökulheima með tilheyrandi hrolli í skrokk og eftir- væntingu ævintýrisins með möguleikum á alls kyns hremmingum og basli. Sjálf komst ég í kynni við þennan einstaka sam- henta félagsskap í vorferðinni 1959, þegar ákveðið var að fara tvær auka túristaferðir á Vatnajökul í kjölfar- ið á hinni hefðbundnu mælingaferð úr því allur þessi útbúnaður og fjórir snjóbílar hefðu með ómældri fyr- irhöfn verið flutt inn eftir. Jón Eyþórsson og Sigurður Þórarinsson tóku ljúflega í að taka mig með í vísinda- ferðina, enda vissi ég þá þegar og upp frá því að lítið mundi ég skrifa af viti í Morgunblaðið nema fylgja fast í fótspor lærimeistaranna, sem alltaf voru á mestu annastundum reiðubúnir til að svara og útskýra, sem enn er aðall í jöklaferðum. Þá höfðu slíkar fastar mæl- ingaferðir aðeins staðið í nokkur ár, enda varð leiðin til að komast með farartæki að jökli og á jökulinn ekki til fyrr en eftir að Guðmundur Jónasson fann 1953 vað á Tungnaá fært bílum, Hófsvað. Þótt mikið væri í ánni í þetta sinn tók ekki nema fjóra tíma að koma trukk- unum með ruggandi farþegum í snjóbílum aftan á yfir eftir að Guðmundur Jónasson og Sigurjón Rist höfðu vaðið upp fyrir mitti og rutt grjóti af vaðinu. Það þótti ekki mikið á þessum árum. Í einum leiðangri biðum við þolinmóð við Hófs- vað í tvo sólarhringa. En þessi hópur var svo kát- ur að hann bara söng og trallaði milli blunda sín sérsömdu lög eftir Sigurð Þórarinsson á hverju sem gekk. Og þegar ég seinna um sumarið 1959 fór með Gunnari Guðmundssyni og Herði Hafliðasyni með mælingamenn Orkustofnunar að Tungnaárjökli flæddi Tungnaá gegn um bílinn upp í sætin til okkar á eyr- inni þar sem þurfti að bíða meðan þeir voru að vaða. JÖKULL No. 50 119
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153

x

Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.