Jökull - 01.01.2001, Qupperneq 109
Djúpborun í Bárðarbungu 1972. Minningabrot
Páll Theodórsson
Raunvísindastofnun Háskólans, Dunhaga 3, 107 Reykjavík
Aðfararorð. – Ég á ljúfar minningar frá boruninni í Bárðarbungu sumarið 1972 og tel líklegt að svo sé um
flesta þá sem tóku þátt í því mikla verkefni. Í tilefni afmælis Jöklarannsóknafélagsins var þess óskað að ég
segði dálítið frá þessu verki. Ég féllst að sjálfsögðu strax á þessa ósk, en þó runnu á mig tvær grímur þegar ég
tók að blaða í dagbókum frá jöklinum. Ég var augljóslega að mestu búinn að gleyma baslinu og það er ekki
í anda jöklamanna að segja mikið af erfiðleikum. Þeir eru aðeins bensíntæpir þegar síðasti dropinn er búinn.
En of seint var að snúa við og lesandinn verður að sætta sig við að upprifjunin mótast meira af smásmygli
vísindamannsins en frásagnarstíl jöklafélaga minna.
Aðdragandi
Upphaf þessarar sögu má rekja til frumlegrar hug-
myndar frá Þorkeli Þorkelssyni, þáverandi veður-
stofustjóra, þegar hann 1940 benti á að tvívetni, sam-
sæta af vetni sem hafði verið uppgötvuð nokkrum ár-
um fyrr, gæti ef til vill gefið vísbendingu um feril heita
grunnvatnsins. Hálfum öðrum áratug síðar heimsótti
Þorbjörn Sigurgeirsson rannsóknarstofu við háskól-
ann í Chicago í Bandaríkjunum þar sem þungamiðja
tvívetnisrannsókna var og í framhaldi af því fékk hann
nokkrum árum síðar mæld þar allmörg íslensk vatns-
sýni sem staðfestu hugboð Þorkels.
Á þessum árum vann Þorbjörn sleitulaust að því
að leggja grunn að rannsóknum í eðlis- og jarðeðlis-
fræði á Íslandi. Mikilvægur áfangi náðist þegar Eðl-
isfræðistofnun Háskólans tók til starfa í upphafi árs
1958 og tvívetnismælingar voru á verkefnalista henn-
ar. Í fyrstu var stofnunin lítils megnug, en Þorbjörn
var bjartsýnn, áræðinn og þrautseigur. Árið 1962 tókst
að fá allstóran styrk frá Alþjóðakjarnorkustofnuninni
(IAEA) í Vín og frá Kjarnorkunefnd Bandaríkjanna
til að kaupa tæki til mælinga á tvívetni og þrívetni, en
þrívetni er geislavirk samsæta af vetni sem á sjötta og
sjöunda áratugnum myndaðist í miklu magni við til-
raunir stórveldanna með vetnissprengjur. Hin unga og
fátæklega búna rannsóknarstofa, sem var í einu her-
bergi í kjallara Háskólans með einum starfsmanni ut-
an Þorbjörns, breyttist nú á skömmum tíma í stofnun
sem var allvel búin tækjum til meginverkefna sinna,
hafði fjóra fasta starfsmenn og var í allgóðu rými í
byggingu Þjóðminjasafnsins og í gömlu Loftskeyta-
stöðinni. Árið 1966 fluttist svo öll þessi starfsemi í
nýtt og rúmgott húsnæði í glæsilegri byggingu Raun-
vísindastofnunar Háskólans. Þetta jók okkur áræði.
Þegar komið var fram á síðari hluta 7. áratugs-
ins var kominn góður skriður á tvívetnisrannsóknirn-
ar, sem Bragi Árnason stýrði, og þrívetnisrannsókn-
irnar, sem ég sá um. Tvívetnið gat gefið upplýsingar
um rennslisferil grunnvatns í iðrum jarðar og þrívetn-
ismælingarnar hversu lengi vatnið hafði verið neð-
anjarðar frá því það féll sem úrkoma og hvort það
hefði blandast yngra yfirborðsvatni. Árið 1966 kynnt-
um við Bragi niðurstöður rannsókna okkar á ráðstefnu
sem var haldin á vegum IAEA í Vín. Þar þóttumst við
sjá að við stæðum jafnfætis mun stærri rannsóknar-
stofum í verkefnum okkar.
Nokkrum árum síðar, þegar Bragi hafði náð að
kortleggja í grófum dráttum tvívetnisremmu vatns í
uppsprettum, lækjum og ám á Íslandi, beindist at-
hygli hans að jöklum, sem eru afar mikilvægur hlekk-
ur í vatnsbúskap landsins. Rannsóknir á borkjörnum
frá Grænlandi, sem unnið var að um þessar mundir
við háskólann í Kaupmannahöfn undir stjórn Willy
Dansgaard, ýttu undir áhuga okkar á jöklarannsókn-
JÖKULL No. 50 109