Jökull


Jökull - 01.01.2001, Blaðsíða 98

Jökull - 01.01.2001, Blaðsíða 98
Leó Kristjánsson ur verkfræðingur í París, E. H. Malus, gerði af því tilefni margskonar rannsóknir á ljósbroti í íslensku silfurbergi. Urðu þær mjög til fyrirmyndar um ná- kvæm vinnubrögð og vandaða úrvinnslu. Merkasta uppgötvun Malus (1808) var þó gerð fyrir tilviljun, er hann skoðaði geisla kvöldsólarinnar sem endurköst- uðust frá glugga Luxembourg–hallarinnar inn í her- bergi hans, gegnum silfurbergskristall. Þá áttaði hann sig á því, að endurkastið breytti ljósinu á sama hátt og Huyghens hafði áður fundið að silfurberg gerði. Malus nefndi þessa breytingu skautun (polarisation), og taldi réttilega, að þarna hlyti einhver grundvallar- þáttur í eðli ljóssins að koma við sögu. Malus kynnti akademiunni niðurstöður rannsókna sinna, og þóttu þær svo merkar að þær voru gefnar út áður en skilafrestur í samkeppnina var liðinn. Tóku nú margir aðrir til við að rannsaka skautun ljós, en Malus sjálfur var heilsuveill og lést 1812. Rak hver stóruppgötvunin í ljósfræði og á skyldum sviðum aðra næstu árin, og voru silfurbergskristallar þar í mikil- vægu hlutverki. Sannfærðust menn til dæmis af rann- sóknum á hegðun ljósgeisla í silfurbergi og af öðrum athugunum, að ljósið væri sveifluhreyfing ljósvakans. Jafnframt var sú ályktun sett fram á árinu 1817, að sveifla ljósvakans í ljósgeisla væri til hliðanna, frem- ur en fram–og–aftur hreyfing í útbreiðslustefnuna eins og í hljóðbylgjum í lofti. Gildi þessara uppgötvana í ljósfræði fyrir raunvís- indin í heild verður vart ofmetið. Vísindamenn nota ljós á margan hátt við rannsóknir á efnum, og geta þá til dæmis kannað hvað gerist ef breytt er styrk ljóss- ins, bylgjulengd (lit) þess, eða innfallshorni á efnis- flöt. En á þessum fyrstu áratugum 19. aldar varð ljóst, að á leið sinni gegnum efni gat stefna sveifluhreyf- ingarinnar breyst af ýmsum orsökum, og einnig mátti að vissu leyti mæla hvernig hraði og dofnun ljóss- ins í efni voru háð þeirri sveiflustefnu. Með uppgötv- un skautunar–fyrirbrigðisins komu því fram alveg ný- ir eiginleikar ljóss, sem efni höfðu áhrif á. Hafa þeir alla tíð síðan hafa reynst mjög öflugt verkfæri til rann- sókna á efnum. Við könnun á eiginleikum efna með hinni nýju ljóstækni, var það oft látið fara gegnum silfurbergskristalla til greiningar á sveiflustefnunni, en í stað þeirra voru stundum notaðir glerspeglar eða þynnur af kristöllum annarrar steindar, turmalíns. Á fyrri hluta 19. aldar náðu franskir vísindamenn mjög miklum árangri á fjölda rannsóknasviða inn- an raunvísinda og verkfræði. Ljósfræði var eitt þess- ara sviða. Telja a.m.k. sumir vísindasagnfræðingar, að rannsóknir Frakka á eðli ljóssins hafi átt talsverð- an þátt í að eðlisfræði (einkum tilraunaeðlisfræði) þroskaðist mjög sem sjálfstæð vísindagrein. Af þeim sem rannsökuðu ljós í Frakklandi á fyrstu áratugum 19. aldar, náði A. Fresnel lengst, en eins og Malus lést hann ungur, 1827. Margt í rannsóknum Fresnels sner- ist um tvöfalt ljósbrot og skautun ljóss. Honum tókst að lýsa því nákvæmlega, hvernig ljós skiptist í end- urkastaðan og brotinn geisla á skilfleti efna, og einnig hvernig það breiðist út í kristöllum, sem var flókið mál. Hann gerði snjallar og sannfærandi tilraunir til að prófa niðurstöður sínar, og urðu þær niðurstöður mjög til þess að festa bylgjukenninguna um ljósið í sessi. Árangur Fresnels varð mörgum öðrum hvatning til að hefja rannsóknir á skyldum sviðum. Meðal ann- ars réðust landar hans í að leysa þær stærðfræðijöfnur sem gilda um útbreiðslu hljóðbylgna í efnum, og tókst það á fjórða áratug aldarinnar. Frakkar gerðu fleiri uppgötvanir varðandi skaut- un ljóss á árunum 1810–50. Einna afdrifaríkust var sú sem oftast er eignuð F. Arago, að á leið ljósgeisla í gegnum sum efni snerist sveiflustefna hans jafnt og þétt. Bergkristall var dæmi um slíkt, en einnig ýmsir lífrænir vökvar, ekki síst sykurefni í vatnslausn. Gerði J.-B. Biot merkar rannsóknir á því sviði næstu ára- tugina. Þær urðu grunnur að fljótlegri efnarannsókna– aðferð með tækjum er nefndust polariskop, síðar pol- arimetrar. Handhægar gerðir þeirra mæla voru að komast í almenna notkun um 1850, og kom þar silfur- berg enn við sögu, sjá hér á eftir. LJÓSFRÆÐI OG SKYLDAR RANNSÓKNIR Í BRETLANDI 1800–1850: BREWSTER, STOKES, NICOL O.FL. D. Brewster, sem bjó nálægt Edinborg, var afkasta- mestur Breta í ljósfræðirannsóknum um langt árabil framan af 19. öld. Hann gerði ótal tilraunir á hinum fjölbreytilegustu efnum, og notaði silfurbergskristalla við margar þeirra. A.m.k. suma af þeim kristöllum 98 JÖKULL No. 50
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.