Jökull - 01.01.2001, Blaðsíða 123
Rolla óbreyttrar jöklameyjar
fraus á kósangasdunkunum, því fararstjóri vor neitaði
að breyta fyrirhuguðum matseðli. Þegar kósangasið
hafði verið þítt með ósandi prímusi, þutum við fjór-
um tímum síðar út í hríðina til tjaldanna með fiskpott,
kartöfluskál og brædda feiti, sem ég lenti að vísu með
inni í skafli á leiðinni.
Ég heillaðist af þessu rólega, djarfa og um leið
gætna, jöklafólki sem ekki ók áfram í blindni á
sprungnum jöklum eða upp á mjóan hrygginn á Svía-
hnjúk heldur beið bara og tók svo til hendi nótt sem
dag þegar gaf. Og maður skynjaði betur en nokkru
sinni umgengni við íslensk veður og höfuðskepnur.
Upp á Hvannadalshnjúk komumst við reyndar bundin
á streng úr Hermannaskarði í bjartri miðnætursól, hvar
við höfðum landið allt fyrir fótum okkar í ógleyman-
legri birtu. Nú vorum við orðin heimtufrek og ætluð-
um í Kverkfjöll strax og gryfjumenn hefðu lokið sér af
niðri í Grímsvötnum, þar sem ákoman var á þeim tíma
mæld með því að taka allt að 7 m djúpa gryfju með
handafli. Hver kastaði köglunum upp á næsta stall. En
kl. 2 um nóttina var komið stinningsveður með ísingu.
Fararstjórinn Magnús Jóhannsson og bílstjórinn Guð-
mundur Jónasson lágu undir feldi og komu með nið-
urstöðuna í ljóði: „Hvort sem frost er hart og heiðríkt
og bjart/eða hríð og þoka fer um jökulinn/ við syngj-
um vor ljóð eða yrkjum óð/ til að örva, hressa og kæta
mannskapinn“. Ljóðið hafði tilætluð áhrif og ífarandi
bið í skála í hríð leið við yrkingar, söng og viðvarandi
Olsen-Olsen spil kring um borðið allan sólarhringinn
milli þess að menn brugðu sér í efri kojur og dormuðu
eða lásu sjoppublöð og fleiri fúkkalyktandi bókmennt-
ir skálans. Einu sinni á dag settist reykingafólk á koju
og skipti með sér einni sígarettu þar til þær þraut. Þeg-
ar loks var hægt að leggja af stað niður bilaði drif í
öðrum snjóbílnum og því sátum við 11 talsins eftir í
skálanum á Grímsfjalli. Skilaboð bárust með fyrra lið-
inu til ritstjóra míns Bjarna Benediktssonar, sem varð
að orði: „Hvað vill fólk líka vera að flækjast á jökla?“
Góð spurning.
Blaðamaðurinn fór af skiljanlegum ástæðum helst
á jökul í vorferð með félaginu þegar einhverjar hrær-
ingar höfðu verið þar uppi, fyrir utan aukaferðir á
jökla inn á milli, Langjökul, Mýrdalsjökul og Vatna-
jökul. Skeiðarárhlaup hafði orðið haustið 1965, það
þriðja frá því JÖRFI tók að senda árlega rannsókna-
leiðangra. Ekki hafði verið hægt að kanna verks-
ummerkin í Grímsvötnum nema úr flugvél fyrr en í
vorferðinni. Hálfum mánuði eftir að leiðangurinn kom
niður 1966 héldum við fimm einbíla á Kraka Gunn-
ars Guðmundssonar á jökul. Það var ekki venjan en
þarna var einvala karlalið með reynslu af jöklaferð-
um, auk Gunnars, Ómar Hafliðason og Carl Eiríksson
verkfræðingur, sem reiknað hafði áfram marga jökla-
leiðangra í dimmviðri á þeim tíma sem menn höfðu
ekki annað en áttavita og hæðarmæli auk kílómetra-
hjóls aftan í, sem nútímabúnu tæknifólki þætti óburð-
ugt. En þá eru menn með eitthvað í kollinum þeim
mun mikilvægari auk jakanna til að bjarga úr vanda.
Carl vokaði gjarnan úti á nóttunni í þessari ferð við
að reikna stöðu okkar út eftir stjörnunum. Af kven-
kyni vorum við Soffía Theodórsdóttir með í ferð. Jök-
ullinn reyndist æði sprunginn eins og vorleiðangurinn
hafði raunar varað okkur við. En menn könnuðu fyrst
sprungur bundnir í bílinn og kunnu að fara þvert á þær
bæði á leiðinni í Grímsvötnin, sem höfðu að venju
sunkað um 80 metra og í Kverkfjöllin. Við gátum ek-
ið inn eftir íshellunni, þar sem Naggur hafði stungið
upp kolli með umturnuðum ísjökum og snjóhengjum.
Og innst hafði myndast svokölluð Stóragjá, sem ekki
virðist hafa sýnt sig síðan, en ég á dýrðlegar myndir
af. Þar hafði íshellan lent á nöggum í botninum og sat
ofan á þeim en á milli þeirra haldið áfram að síga niður
og myndast 40 m háir veggir frá botni. Snjólagaskift-
ing áranna svo greinileg í hellunni að leit út eins og
skorin lagterta með rjóma, en neðst sandur við botn-
inn. Við skildum Kraka eftir nokkuð frá og bundum
okkur saman á eitt reipi. Fetuðum okkur svo niður í
gjána. Ég var svo heppin að Kalli var á undan mér
á bandinu, svo ég gat mundað myndavélina og feng-
ið stærðarviðmiðun. Ekki vissi ég þá að slíkt mynda-
tækifæri gæfist ekki aftur.
Í glampandi sólskini gaf okkur norður yfir jökul-
inn í Kverkfjöllin með sínum litríka jarðhitaleir, hvar
Kraki sat fastur á skottinu á 1-2 m breiðri sprungu,
sem hann hafði sem betur fer komið þvert á þótt ekki
sæist hún og lánaðist að þjappa festu beggja megin.
Nokkur umbrot höfðu verið í jöklinum fyrirfarandi.
Auk Grímsvatnahlaupsins um haustið hafði Brúarjök-
ull hlaupið 1963 og kolsprungið langt suður á jök-
ul og Síðujökull á vestanverðum jöklinum veturinn
JÖKULL No. 50 123