Jökull - 01.01.2001, Blaðsíða 102
Leó Kristjánsson
inu árlegt afgjald, en áhyggjur vöknuðu um að nám-
an gæti spillst og verð kristalla lækkað, ef of mikið
væri unnið af þeim þar í einu. Danski jarðfræðing-
urinn Fr. Johnstrup var fenginn til að skoða námuna
1871, og taldi hann í skýrslum sínum til landsstjórnar
að draga ætti verulega úr vinnslunni. Henni var síðan
hætt eftir sumarið 1872, og á árinu 1879 keypti ríkið
þá 3/4 sem sr. Þórarinn hafði átt.
Eftirspurninni eftir silfurbergskristöllunum var
annað fram yfir 1880, væntanlega að mestu af birgð-
um sem Tulinius hafði komið sér upp síðustu rekstrar-
árin. Minniháttar vinnsla var á vegum ríkisins 1882 og
1885, en fyrir 1885 fór að bera á kvörtunum notenda
silfurbergsins um ónógt framboð. Jaðraði ástandið
brátt við „hungursneyð“ að sumra mati. Meðal ann-
ars skrifaði G. G. Stokes, sem fyrr var nefndur, bréf til
ráðherra Íslands 1886, þar sem hann kvað vera hrein
vandræði af silfurbergsleysi hjá vísindamönnum og
tækjasmiðum í Bretlandi, og bað þess lengstra orða að
náman verði opnuð á ný. Stokes var þá forseti Kon-
unglega Vísindafélagsins. Sumir tækjasmiðir virðast
þó hafa haft góðan aðgang að silfurbergi fram yfir
aldamótin, og kom það ef til vill að hluta úr eldri söfn-
um einstaklinga eða stofnana.
RANNSÓKNIR Á SILFURBERGI OG
FRÆÐILEGUR ÁRANGUR RANN–
SÓKNA MEÐ NICOL–PRISMUM,
1850–1910
Fjölmargir eðlisfræðingar héldu áfram að rannsaka
íslenska silfurbergið og voru ljóseiginleikarnir einna
mest áberandi. Tókst meðal annars að staðfesta kenn-
ingar Huyghens og Fresnels (en útiloka aðrar) um
útbreiðslu „sérkennilega“ ljósgeislans í silfurbergi
með sívaxandi nákvæmni, síðast 1:500000 (Hastings,
1888). Má ekki síst þakka fullkomleika kristallanna
það, að þessi nákvæmni fékkst.
Silfurbergið átti þátt í að skera úr langvarandi
deilu um fræðilegan grunn fjaður–eiginleika efna.
Silfurberg var einnig fyrsta kristallaða efnið sem tókst
að aflaga varanlega undir þrýstingi: juku þær til-
raunir mjög skilning manna á aflögun kristalla al-
mennt, og á eðli hreyfinga innan jarðskorpunnar. At-
huganir á ætingu silfurbergs o.fl. kristalla með sýrum
skýrðu óleyst vandamál í samhverfu þeirra. Nákvæm-
ar ákvarðanir á atómþunga kalsíums, sem er efnafræð-
ingum nauðsynlegur við efnagreiningar sínar, nýttu ís-
lenska silfurbergið sem hráefni. Strutt (1871, þekkt-
ari sem Rayleigh lávarður) notaði nýlegar rannsókn-
ir J. Tyndalls á lit og skautun ljóss sem dreifðist frá
smáögnum í lofti og vatni, til þess að útskýra hvers-
vegna himininninn væri blár.
Fræðilegar framfarir innan efnafræðinnar eiga
rannsóknum með polarimetrum (sjá 5. mynd) sitthvað
að þakka, og voru sumar þeirra meiriháttar. Þannig
leiddi uppgötvun Pasteurs, sem nefnd var hér að ofan,
til alveg nýs skilnings á lífrænni efnafræði 1874, með
kenningum J. H. van’t Hoff í Hollandi og J. A. le Bel
í Frakklandi um þrívíð efnatengi kolefnis. Hið svo-
nefnda massavirknilögmál efnafræðinnar, sem skýr-
ir gang efnahvarfa, var (skv. einni heimilda minna)
uppgötvað eða staðfest við úrvinnslu Norðmannanna
C. M. Guldberg og P. Waage á niðurstöðum tiltekinna
polarimeter–mælinga um 1865.
5. mynd. Einfaldur polarimeter frá 19. öld. Ljós úr
loganum til vinstri fer gegnum Nicol–prisma, síð-
an glerrör af staðlaðri gerð og annað Nicol–prisma.
Mæling á snúningi sveiflustefnu ljóssins gefur styrk
efnis (t.d. sykurs) í vatnslausn í rörinu. – A 19th
century polarimeter for research on organic liquids
and solutions. Mynd/photo: HMSO–Science Muse-
um, London.
102 JÖKULL No. 50