Jökull - 01.01.2001, Blaðsíða 127
Rolla óbreyttrar jöklameyjar
Snjóbíllinn Kraki afvelta á Tungnaárjökli. Bíllinn hékk á öðru beltinu og upp að gluggum hinum megin í
sprungu sem víkkaði niður í jökulinn. Með einstakri lagni er hann að nást upp. – The weasel, Kraki, in a
crevasse on Tungnaárjökull. Ljósm./Photo. Elín Pálmadóttir, 1966.
vetrarríki. Engar sprungur, en frostið 20 stig. Við gát-
um því óhrædd hangið aftan í snjóbílunum á leiðinni
niður ef fært var fyrir hálku og kulda. Og góði gamli
skálinn okkar var síður en svo vistlegur með hita-
stigi um frostmark, þakinn samanbörðum snjó, enda
kom jarðhitaveita þar ekki fyrr en með borun 1983.
Þá hafði gosið í Grímsvötnum mánuði fyrir vorleið-
angurinn, sem við fórum 17. júní í 10 daga samfelldri
rigningu og suddaveðri sem bleytti í öllum sem urðu
að gista í tjöldum.Tókst þó að telja hinn 88 ára gamla
Eggert Briem á að gista með undirritaðri frænku sinni
í húsi Landsvirkjunar aftan á sleða, þar sem við lifðum
í gufubaði við að þurrka af mannskapnum. Skyggnið
hamlaði för þótt við kæmumst að vökinni eftir gosið
í Grímsvötnum, þar sem gjall og bombur höfðu þeyst
út á ísinn. En þessar tvær ferðir sýna hve ólíkar jökla-
ferðir geta orðið, við öllu má búast. Alltaf nýtt ævin-
týri.
Ferðina 1972 fórum við í páskafríinu um mánaða-
mótin mars og apríl. Erindið að sækja á Grímsfjall
okkar menn, Helga Björnsson og Magnús Hallgríms-
son, sem þyrlu varnarliðsins hafði loks tekist að koma
þangað upp þriðjudaginn fyrir páska til að mæla sigið
í Grímsvötnum. Sýnir það vel muninn á aðstæðum nú-
tíma rannsóknamanna og fréttamanna. Þegar hlaupið
varð hafði Sigurður Þórarinsson látið orð falla aust-
ur í Öræfasveit að nú væri gaman að mega sitja á ís-
hellunni í Grímsvötnum meðan hún væri að síga, sem
væri alveg óhætt. En þangað hafði enginn fyrr komist
þeirra erinda eða annarra. Ekki hefði mér þótt mikið
öryggi í að hafast við úti á sígandi ísnum, svo mikið
sem mátti greina af fíngerðum missmíðum og sprung-
um sem hurfu alveg undir þunna skán í skafrenningn-
um. Í kvöldbirtunni taldi ég 16 katla með norðurbrún-
inni og 10 nabba í knippi við svokallaðan Nagg, sem
var að stinga kolli upp úr hellunni eins og smækkuð
mynd af Vatnsdalshólum. Við sátum aðgerðarlaus í
skálanum í tvo daga, enda veðurofsinn svo mikill að
varla var farandi út fyrir og hörkufrost. Ekki höfðu
þeir Helgi og Magnús verið aðgerðarlausir þótt illa
gæfi til mælinga, þeir leyfðu okkur að heyra segul-
bandsupptökur af bramboltinu undir ísnum sem þeir
höfðu skráð með jarðskjálftanema (geofón). Þegar á
annan dag páska kom loks það glapandi veður sem við
höfðum beðið eftir sást beint ofan í feikilegar sprung-
ur í vötnunum og skafið yfir spungubeltin svo ófært
var þar um. Samkvæmt mælingum Helga hafði íshell-
an þá sigið um þrjá metra og var enn á hreyfingu. Ekki
JÖKULL No. 50 127