Jökull

Ataaseq assigiiaat ilaat

Jökull - 01.01.2001, Qupperneq 95

Jökull - 01.01.2001, Qupperneq 95
Silfurberg: einstæð saga kristallanna frá Helgustöðum Leó Kristjánsson Raunvísindastofnun Háskólans, Haga, Hofsvallagötu 53, 107 Reykjavík ÚTDRÁTTUR – Í þessari grein er sagt frá kristöllum sem nefnast silfurberg, einkum þeim sem fundust við Helgustaði í Reyðarfirði. Þeir vöktu athygli fræðimanna þegar á 17. öld vegna þess hve þeir voru stórir og tærir, og þá mátti kljúfa auðveldlega. Merkasti eiginleiki þeirra var þó sá, að ljósgeisli skiptist í tvo samsíða geisla við að fara í gegnum þá. Þetta tvöfalda ljósbrot rannsakaði fyrst R. Bartholin í Kaupmannahöfn 1669, síðar C. Huyghens og I. Newton um 1700. Síðla á 18. öld áttu íslensku kristallarnir m.a. þátt í að settar voru fram nýjar hugmyndir um byggingu kristalla almennt. Eftir að ljósbrotsmælingar komu heim við tilgátu Huygh- ens um bylgjuútbreiðslu í silfurbergi, efndi franska vísindaakademían til samkeppni um fræðilega skýringu á tvöföldu ljósbroti 1808. Rannsóknir E.L. Malus á silfurbergi vegna samkeppninnar settu af stað skriðu mikil- vægra uppgötvana varðandi eðli ljóssins á næstu áratugum. Þessar uppgötvanir lögðu jafnframt grunninn að nýjum aðferðum til að kanna eðli efna með ljósi. Í þeim aðferðum voru silfurbergskristallar mjög nytsamlegir við könnun á þeim breytingum á sveiflustefnu ljóss, sem urðu í víxlverkun þess við efni. Eftir að W. Nicol fann snjalla leið 1829 til að breyta stefnu annars ljósgeislans í silfurbergs–strendingum (Nicol–prismu), tóku þeir að flestu fram öðrum aðferðum til að greina sveiflustefnu ljóss. Í kringum þessi prismu voru smíðuð margskonar mælitæki í þúsundatali: polarimetrar, smásjár, ljósmælar, og ýmis sérhæfðari tæki. Tækin voru notuð m.a. við rannsóknir í eðlisfræði, efnafræði (einkum lífrænni), kristalla-, steinda- og bergfræði. Má leiða að því líkur að þau hafi flýtt fyrir ýmsum meiriháttar uppgötvunum í öllum þessum vísindagreinum á síðari hluta 19. aldar og fram eftir þeirri 20. Þau komu jafnframt að miklu gagni í iðnaði, vinnslu jarðefna, lækningum og á fleiri hagnýt- um sviðum. Rannsóknir á silfurbergskristöllunum sjálfum áttu drjúgan þátt í ýmsum framförum varðandi rúm- og eðlisfræðilega eiginleika kristalla almennt, og voru þeir m.a. notaðir sem staðall fyrir bylgjulengdir rönt- gengeisla. Íslensku kristallarnir reyndust vera úr kalkspati (kalsíumkarbónati), og var klofnings–form þeirra sjaldgæft annarsstaðar, en reyndist hið heppilegasta til þeirra rannsókna sem að ofan greinir. Margir innlendir og erlendir aðilar tíndu kristalla við Helgustaði fram yfir 1850, en námuvinnsla hófst 1855–60 og stóð hæst 1863–72. Eftir að ríkið eignaðist jörðina að fullu 1879, var unnið stopult til 1925. Náman á Helgustöðum virðist hafa verið nánast eina uppspretta kristalla til nota í Nicol–prismu fram til um 1920. INNGANGUR Utan við bæinn Helgustaði á norðurströnd Reyðar- fjarðar eru minjar um námurekstur. Þar fundust krist- allar af glæru efni er nefnist silfurberg í morknum blágrýtislögum, sumir allt að hundruðum punda að þyngd. Í þrjár aldir voru þeir tíndir úr blágrýti og set- lögum þarna með einföldum verkfærum, og í fáein skipti stóð skipuleg vinnsla til útflutnings um nokk- urt árabil. Upplýsingarit um Ísland fyrir almenning, skólanema og erlenda ferðamenn láta þess mörg hver einungis getið að þetta silfurberg hafi verið „notað í sjóntæki“. Í sumum slíkum ritum eru missagnir, eins og sú að silfurbergið hafi einkum verið notað í sjón- auka eða jafnvel að silfur hafi verið unnið úr því. Fá- einar greinar um silfurbergið hafa birst á íslensku, þær helstu eftir Helga H. Eiríksson (1943) og Svein Þórð- arson (1945), auk rita Þorvaldar Thoroddsens jarð- fræðings um aldamótin. Þær vísa ekki að ráði til fyrri prentaðra heimilda um notkun silfurbergsins. JÖKULL No. 50 95
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153

x

Jökull

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.