Jökull - 01.01.2001, Blaðsíða 137
Jarðfræðafélag Íslands
Skýrsla stjórnar á aðalfundi 6. júní 2000
STJÓRNARSTARF
Stjórn Jarðfræðafélagsins hélt 10 stjórnarfundi á
starfsárinu, og gaf út 4 fréttabréf. Að auki var sendur
út mikill fjöldi annarra tilkynninga á tölvunetinu og í
pósti til að dreifa upplýsingum um fundi, ráðstefnur
og annað sem félagið vann að. Tvær ráðstefnur voru
haldnar og gefið út hefti með ágripum erinda og vegg-
spjalda.
Formaður félagsins, Helgi Torfason, sótti í janú-
ar 2000 Vetrarráðstefnu norrænna jarðfræðinga sem
var haldin í Þrándheimi. Við það tækifæri var jarð-
vísindamönnum á hinum Norðurlöndunum boðið
til 25. Vetrarráðstefnunnar á Íslandi í janúar 2002.
Formaður sótti einnig Náttúruverndarþing í Reykjavík
dagana 28-29. janúar 2000.
FRÆÐSLUFUNDIR
Alls voru 6 fræðslufundir á starfstímabilinu. Voru þeir
vel sóttir og efni fjölbreytt.
1999
1. Herbert Henkel, 7. september. Meteorite impact
craters. Flutt á ensku.
2. Andrew Russel, 19. nóvember. Controls on the sedi-
mentology of November 1996 jökulhlaup deposits,
Skeiðarársandur and Skeiðarárjökull, Iceland. Flutt á
ensku.
3. Magnús T. Guðmundsson, 24. nóvember. Gjálp,
þremur árum eftir gos.
4. Freysteinn Sigmundsson, 1. desember, – jólafund-
ur. Norræna eldfjallastöðin 25 ára.
2000
5. Ingvar Atli Sigurðsson, 14. mars 2000. Suður-
skautslandið – síðustu óbyggðirnar?
6. Hreggviður Norðdahl, 28. mars. Síðjökultími við
Faxaflóa.
7. Freysteinn Sigmundsson, 6. júní. – Aðalfund-
ur. Kynning á samráðsnefnd jarðfræðistofnana.
Fræðslufundir voru haldnir í Lögbergi, Odda,
fundarsal Orkustofnunar og jólafundurinn var haldinn
á Norrænu eldfjallastöðinni.
FERÐ
Sú nýjung var gerð að í stað erindis í október var far-
in dagsferð til að skoða jarðfræði Hengilsins. Haust-
ferðin var farin laugardaginn 9. október 1999 og tókst
mjög vel. Farið var til Hveragerðis og hveragarðurinn
þar skoðaður undir leiðsögn Björns Pálssonar. Þá var
farið á Ölkelduháls og gengið undir leiðsögn þeirra
Gests Gíslasonar og Grétars Ívarssonar til Nesjavalla
og skoðaðir hverir og ölkeldur á leiðinni. Á Nesja-
völlum var virkjunin skoðuð og þáðar góðar veitingar
í boði Orkuveitu Reykjavíkur.
RÁÐSTEFNUR
Tvær ráðstefnur voru haldnar á starfsárinu:
Umbrot í Mýrdals- og Eyjafjallajökli
Þann 17. febrúar var haldin hálfsdags þemaráðstefna
„Umbrot í Mýrdals- og Eyjafjallajökli“. Var hún vel
sótt og tókst í alla staði vel. Um 110 manns sóttu ráð-
stefnuna. Haldin voru 9 erindi og sýnd 7 veggspjöld.
Vakti ráðstefnan talsverða athygli, enda órói í Suður-
jöklum.
Vorráðstefna 2000 – var haldin 13. apríl og sóttu hana
um 85 manns. Þar var að venju fjölbreytt efni og mjög
skemmtilegt. Flutt voru 18 erindi og 13 veggspjöld
sýnd.
Báðar ráðstefnurnar voru haldnar á Hótel Loftleið-
um og var aðstaða og aðbúnaður góður. Þeim lauk
með léttum veitingum og frjálslegum umræðum.
JÖKULL
Jökull er enn dálítið á eftir tímanum, en óðum stytt-
ist í að ritið komist á rétt ár. Á síðasta ári kom út
47. árgangur, sem er rit ársins 1997, og efni er komið í
JÖKULL No. 50 137