Jökull


Jökull - 01.01.2001, Blaðsíða 133

Jökull - 01.01.2001, Blaðsíða 133
um tóku Hannes Jónsson á Hvoli og Skúli Jónsson frá Þykkvabæ í Landbroti. Guðlaugur Gunnarsson frá Svínafelli segir bráðnun mikla í sumar. „Svínafellsjökull hefur lækkað geysimikið þó mæling- in sýni það ekki, en hann liggur fram að snarbrattri öldu á mælistaðnum og ég held að það sé ís í öldunni.“ Í bréfi Helga á Kvískerjum stendur meðal annars: „Sporður Kvíárjökuls er nú sem fyrr hulinn þykku sandlagi, sem ver hann fyrir leysingu. En að sporð- inum undanskildum er hann víðast laus við sand á yfirborðinu og þar sýnist hann hafa lækkað til muna. Til dæmis nálægt suðurjaðrinum upp frá sporði hans er hann áberandi flatur og er sá hluti töluvert sprung- inn af mjóum sprungum sem stefna óreglulega. Er því líkast að þessi hluti sé á floti. Næst fyrir ofan þessa sléttu tekur við kafli með hinum sérkennilegu skálum og svelgjum. Þar fyrir ofan er jökullinn með sléttasta móti. Sama er að segja um sporð Hrútárjökuls. Greini- legt er að hann hefur þynnst milli Ærfjalls og Múla því að kletturinn suður af Ærfjalli er miklu meira áberandi en áður hefur sést. Sporður Fjallsjökuls sýnist alls staðar hafa geng- ið til baka, en mest er þó áberandi hvað hann er flatur frá Fjallsárlóni og langt vestur. Víða sést þar á vatn í sprungum eða niður í botnurð þegar vestar kemur. Við mælingastaðinn á Breiðamerkurjökli næst Breiðamerkurfjalli er Breiðárlón farið að teygja sig vestur fyrir mælingalínuna. Við mælingastaðinn þar fundust smá moldarkekkir með jurtaleifum og þar lágu einar 5 spýturenglur, sem komið hafa frá jöklin- um í sumar. Þær voru allar 4 4 cm í þvermál, ein var 3 m á lengd, beygð og brostin, en hinar voru styttri brot. Ekki er mér kunnugt um uppruna þeirra eða ald- ur. Þarna er botninn leirborinn sandur með strjálum steinum, sumum stórum og þar eru þéttir jökulgarðar með skörpum brúnum og hæðin er víða um 1 m. Mest breytingin á jöklinum á þessum slóðum er næst Breiðamerkurfjalli, því að áin, sem kemur með- fram Breiðamerkurmúla, birtist venjulega nú orðið undan jökulveggnum í Jökuldal, þar sem lónið safn- aðist fyrir áður, fer svo aftur undir jökulvegginn litlu sunnar, en kemur síðan aftur í ljós austast á móts við Lakahnútu. Þaðan rennur hún eftir aur eða sandbotni þar til hún fellur í mjóa lónið, sem er við Breiðamerk- urfjall. Jökulbrúnin meðfram þessari á er brött og há, enda nokkuð tilkomumikil. Mun meira sést á klettana norðan við Breiðárlón en í fyrra. Breiðá hefur haldið sig vel að verki við að flytja möl vestur í lónið. Nýja árkeilan nær vestast á móts við þá eldri. Breiðá hefur enn útfall austast und- an Mávabyggðarönd. Það var 9. desember 1995, sem hún sást fyrst renna þar.“ Um Breiðamerkurjökul – við Fell segir Steinn Þórhallsson að jaðarinn sé frekar þunnur og ekki bratt- ur. Komin er samfelld skriða milli fjalls og jökuls inn að Veðurárdal. Þó er á stöku stað jökultunga undir skriðunni. Heinabergsjökull – Hér gengur jökullinn út í lón og er jaðarinn á floti. Við slíkar aðstæður rokkar sporðurinn fram og til baka á svipuðum stað þótt jök- ullinn sé að minnka. Þessu er svipað farið með Hof- fellsjökul, sem hefur staðið nokkurn veginn í stað í áratugi, en bróðir hans, Svínafellsjökull í Hornafirði, hopað drjúgt. Þegar svo þessir jöklar fá fótfestu við innri enda lónsins má búast við að þeir hopi skyndi- lega mjög mikið. Fláajökull – Eyjólfur Guðmundsson segir mikla breytingu á jöklinum frá í fyrra. Skæni sem var fram- an við jökulinn (um 2-3 m á þykkt) er nú bráðnað. Jökullinn hefur lækkað mikið. Nýtt lón er komið inn- an við nýjasta garðinn. SUMMARY Glacier variations 1930–1960, 1960–1990 and 1998–1999 In 1999, glacier variations were recorded at 43 locat- ions, 4 outlet glacier tongues advanced, 3 were stati- onary and 36 retreated. Of non-surging glaciers 18 retreated and one was stationary. Measurements could not be made at two locations. The summer temperature of 1999 was above average everywhere in Iceland whereas the winter precipitation was below mean values except close to the north coast. Hagafellsjökull eystri surged for the third time in JÖKULL No. 50 133
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.