Jökull - 01.01.2001, Blaðsíða 105
Silfurbergið frá Helgustöðum
7. mynd. Silfurbergsnáman utan við Helgustaði, hálffull af snjó 17. apríl 2001. Þvermálið er um 30 m. Náman
hefur verið friðlýst frá 1975. – The Helgustaðir Iceland spar quarry (about 30 m across), half full of snow in
April 2001. Mynd/photo: Leó Kristjánsson.
sérstakri gerð slíkra þynna er hann nefndi Polaroid,
og með frekari endurbótum fram til 1940 tóku þær
Nicol–prismum að ýmsu leyti fram. Löngu síðar
kvaðst Land hafa átt brennandi áhuga sinn á ljósfræði
því að þakka, að á unglingsaldri sýndi leiðbeinandi
í sumarbúðum honum tilraunir með Nicol–prismum.
Þar á meðal var hin áhrifamikla tilraun á spegluðu
ljósi, sem Malus gerði fyrstur 1808.
Enn var þó eftirspurn eftir silfurbergi í ýmsan sér-
hæfðan búnað, og var m.a. mikið af því unnið í nýjum
námum í Bandaríkjunum og Mexikó í síðari heims-
styrjöldinni til nota í mið á loftvarnabyssur. Land
fann einnig þann búnað upp, og virðist mér hann hafa
byggt þar á tilraunum á silfurbergs- og kvarzþynnum
sem voru vel kunnar fyrir 1850. Með tilkomu laser–
tækninnar upp úr 1960 og beitingu hennar í rannsókn-
um og tækjabúnaði hefur eftirspurn eftir silfurbergi
aukist, en námur í Mexikó, Brasilíu, sunnanverðri Afr-
íku, Kína og víðar virðast uppfylla hana.
ÁLYKTUN OG LOKAORÐ
Þótt hugverk vísindamanna séu meginþáttur fram-
fara í raunvísindum og tækni, spretta þau sjaldnast úr
engu. Náttúran sjálf leggur oft fram bæði merk við-
fangsefni og ýmsar leiðir til lausna á þeim. Ef spurt
væri í því samhengi: “Hvaða staðir úti í náttúrunni
hafa lagt mest til þróunar raunvísindanna síðustu ald-
ir?“ gæti silfurbergsnáman við Helgustaði orðið ofar-
lega á blaði í svarinu.
Hlutverk silfurbergskristallanna frá Helgustöðum
í framförum innan raunvísinda voru mjög mörg, og
þeir höfðu mikil bein og óbein áhrif á verkefnaval
þúsunda vísindamanna (8. mynd). Þessum hlutverk-
um má þó skipta lauslega í tvennt, og skal sumt það
helsta nú talið.
I. Hlutverk kristallanna sjálfra:
JÖKULL No. 50 105