Jökull


Jökull - 01.01.2001, Blaðsíða 97

Jökull - 01.01.2001, Blaðsíða 97
Silfurbergið frá Helgustöðum Bartholin var kunnugur Hollendingnum C. Huyg- hens frá námsárum sínum í Leiden, og sendi honum og fleirum sýni af silfurberginu. Huyghens var tals- maður þess að ljós væri bylgjuhreyfing í þunnu ósýni- legu efni sem fyllti allan heiminn, og hefur verið nefnt ljósvaki á íslensku. Sérhver eind ljósvakans, sem yrði fyrir áhrifum ljósbylgju, sendi sjálf frá sér kúlulaga ljósbylgju, en hraði bylgjunnar færi eftir því í hvaða efni ljósvakinn væri. Huyghens (1690) ritaði bók á frönsku um eiginleika ljóss. Í henni fjallar einn kafli af sex um íslenska silfurbergið, og lýsingu á tilraun- um sem sýna að ljós breyttist á tiltekinn hátt við að fara gegnum það. Er þar stungið upp á að sérkenni- legi ljósgeislinn samsvari bylgju sem hafi sporvölu- (ellipsóíðu-)lögun í stað kúlu. Huyghens nefnir, að bergkristall (kvarz) sýni einnig tvöfalt ljósbrot, en í miklu minna mæli en silfurbergið. Hinn mikli jöfur eðlisfræðinnar, Isaac Newton, gaf á árinu 1704 út bók um ljósfræði. Hann taldi ljós vera agnir, sem allir lýsandi hlutir gæfu frá sér. Newton vissi af tilraunum Huyghens á íslensku kristöllunum, og ritar um þá nokkrar athugasemdir í formi spurninga í síðari útgáfum bókarinnar (Newton, 1706, 1718). Þar lætur hann sér detta í hug að ljósagnirnar hafi tvenns- konar mismunandi hliðar eða skaut eins og seglar, sem verði til þess að agnirnar aðgreinist á leið gegnum silf- urbergið. FÁTT GERÐIST FRAM UNDIR 1800: HAUY O.FL. Flestir fræðimenn treystu skoðun Newtons á eðli ljóssins alla 18. öldina, og hafa ef til vill einnig tal- ið hegðun þess í silfurbergi stafa af sérstæðum eigin- leikum silfurbergsins, fremur en að sú hegðun hefði almenna þýðingu. Þó voru nokkrar athuganir gerð- ar á silfurbergskristöllum frá Íslandi. Einna merkast- ar voru rannsóknir fransks ábóta, R.-J. Hauy. Hann var áhugasamur um kristalla, og tók eftir því af til- viljun á árinu 1779, að kalkspatkristalla af margskon- ar lögun mátti alla kljúfa niður í tiltekið grunn–form skáteninga (rhomboeder), sem einmitt einkenndi ís- lenska silfurbergið. Hann hélt síðan áfram rannsókn- um á sviði kristallafræði áratugum saman, kom upp mjög stóru safni steinda, og ritaði merkar greinar og bækur um kristalla- og steindafræði á árabilinu 1780– 1822. Í sumum þeirra er silfurbergið, sem hann kallar „spath d’Islande“ eða „spath calcaire rhomboidal“, í mikilvægu hlutverki. Hauy setti fram lögmál um lög- un kristalla, sem enn eru í gildi, og hefur oft ver- ið nefndur „faðir kristallafræðinnar“. Hann fann, að kristallar margra efna sýndu tvöfalt ljósbrot, en sjald- an er það jafn–áberandi og í kalkspati. Hefur það alla tíð síðan verið tiltekið í vísinda- og kennsluritum sem helsta dæmið um tvöfalt ljósbrot (2. mynd). 2. mynd. Ekki eru mörg náttúrufyrirbrigði kennd við Ísland. Silfurbergið hefur borið nafn landsins til millj- óna skólanemenda, stúdenta og vísindamanna við lestur þúsunda kennslubóka og fræðiritgerða. Á ensku er „Iceland spar“ gjarna notað um kalkspatkristalla af þeirri gerð sem finnst við Helgustaði, hvaðan sem þeir koma. Á seinni árum hefur þó farið í vöxt að kalla þá „optical calcite“. – An old textbook diagram, a rem- inder that Iceland spar has been the type material in all discussion of polarized light and double refraction for centuries. Næstu rannsóknir, þar sem silfurbergið kom veru- lega við sögu, voru gerðar af W. H. Wollaston í Bretlandi rétt eftir 1800. Hann mældi ljósbrot í ís- lensku silfurbergi o.fl. efnum með tæki sem hann hafði fundið upp, og staðfesti allnákvæmlega tilgátu Huyghens um útbreiðslu ljóss í því. Th. Young landi hans birti um sama leyti annarskonar athuganir á eðli ljóss, sem bentu sterklega til þess að það væri bylgja. MERKAR RANNSÓKNIR Í FRAKKLANDI 1800–50: MALUS, BIOT, ARAGO, FRESNEL O.FL. Uppgötvanir Youngs og Wollastons vöktu áhuga í Frakklandi, og efndi franska vísindaakademían til samkeppni um skýringu á tvöföldu ljósbroti. Skila átti framlögum í keppnina fyrir árslok 1809. Ung- JÖKULL No. 50 97
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.