Jökull


Jökull - 01.01.2001, Page 112

Jökull - 01.01.2001, Page 112
Páll Theodórsson Borbúðirnar. Talið frá vinstri: bensíntankur, þakið yfir borgryfjunni, matskálinn sem Landsvirkjun lagði til verkefnisins og reyndist okkur ómetanlegur, Jökull-2, tvö jöklatjöld og Vatíkanið. Prentist myndin vel má sjá að menn gáfu sér ekki mikinn tíma til að sinna þykkri þurftinni. – The Bárðarbunga Camp. A large tent covers the drilling site. Ljósm./Photo. Jón Örn Bjarnason. Í síðasta áfanga var færðin orðin allgóð, enda komið nokkuð frost. Við selfluttum með Jökli-1 all- an búnaðinn að borstaðnum, sem hafði verið valinn í slakka SA af hápunkti Bárðarbungu. Viku eftir að við lögðum af stað frá Reykjavík vorum við loks komnir með mest okkar dót á áfangastað, um fjórum dögum á eftir áætlun. Sunnudaginn 29. maí komu upp á Bárðarbungu bæði Gosi og Jökull-2, sem var gamall vísill sem hafði verið geymdur í skemmu við Jökulheima, en efasemd- ir höfðu verið um að hann ætti afturkvæmt upp á jök- ul. Fyrst hafði verið gert við Jökul-2 og dró hann Gosa síðan niður af jöklinum þar sem nýr mótor og nýtt drif var sett í hann. Þetta gekk reyndar brösulega, hið nýja passaði illa við hið gamla, en harðskeytt lið bílasér- fræðinga jöklamanna bjargaði málinu. Með víslunum kom hópur sjálfboðaliða. Var þessi háttur hafður á að nýr hópur kom um hverja helgi og var hver sjálfboða- liði eina eða tvær vikur á jöklinum. Strax var farið að grafa stóra gryfju fyrir borinn og tók það nærri þrjá daga með ýmsum öðrum verkum. Gryfjan var að lokum 2,8x7 metrar og 3ja metra djúp. Yfir hana var reist þakgrind úr trébjálkum og plast lagt yfir hana til að skýla bornum og bormönnum. Grindin hvíldi á 70 sm háum snjóvegg sem var hlaðinn á brún gryfjunnar, en borgálginn réði lofthæðinni. Fyrri borlota Borun hófst 31. maí og næstu vikurnar unnu við hana tveir þriggja manna hópar á sex, átta eða tólf tíma vöktum, allt eftir því sem hentast þótti hverju sinni. Fyrsta daginn gekk borunin greiðlega. Um kvöldið baðaði sólin jökulinn með geislum sínum. Nú var eins og allir erfiðleikar væru að baki. En því var ekki að heilsa. Skömmu eftir miðnætti jókst rafstraumur bor- mótorsins snögglega og heyra mátti að mótorinn erf- iðaði. Í ljós kom að borinn sat rígfastur í holunni, þótt togað væri í hann með öllu því átaki sem kapallinn átti að geta þolað. Frostlegi var þá rennt niður eftir kapl- inum og eftir nokkurn tíma losnaði borinn. Við þessi átök hafði einn rafleiðandi þátta kapalsins slitnað og við urðum því að skera um 3ja metra bút af honum þar sem slitið var. Þetta kostaði dagstöf og var forsmekkur þess sem í vændum var. Allan bortímann þurftum við að glíma við margvíslega erfiðleika. 112 JÖKULL No. 50
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153

x

Jökull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.