Jökull

Ataaseq assigiiaat ilaat

Jökull - 01.01.2001, Qupperneq 101

Jökull - 01.01.2001, Qupperneq 101
Silfurbergið frá Helgustöðum frekar ásamt samstarfsmönnum, og byrjuðu þeir að nota Nicol–prismu í þunnsneiða–smásjám um 1870. Sjá Leó Kristjánsson (2000) um þau mál. Mörg fyrir- tæki í Þýskalandi, Frakklandi, Bretlandi og víðar hösl- uðu sér völl við framleiðslu bergfræðismásjáa og hafa eflaust þurft til þess tugþúsundir silfurbergskristalla alls næstu áratugi. Til sérstakra athugana í þessum smásjám voru að auki notaðar þynnur úr silfurbergi eða öðrum kristöllum. Óskornir kristallar silfurbergs voru talsvert notaðir í ódýr smátæki (dichrooskop) til að bera kennsl á steindir. Á meðfylgjandi smásjármynd (4. mynd) sést vel, hve mikið gagn má hafa af skautun ljóss í bergfræði- rannsóknum. Horft er á gegnsæja þunna sneið af ís- lensku gosbergi. Efri myndin er tekin í venjulegu ljósi, og er heldur grámóskuleg þótt greina megi þar ýmis- konar korn. Þegar Nicol–prismum er skotið inn í ljós- geislann ofan og neðan sýnisins, koma mismunandi ljósbrots–eiginleikar kornanna fram sem litir. Þessa liti má ekki síst nota til að þekkja hinar ýmsu steindir í sundur, en einnig sést oft innri bygging þeirra, svo sem tvíburakristöllun. Með aukahlutum í smásjánum má nota ljóseiginleikana til þess að áætla efnasam- setningu einstakra korna, og jafnvel breytingar á henni innan korna. Síðan upp úr 1870 hefur smásjárskoðun þunnsneiða verið ein mikilvægasta rannsóknaaðferð jarðfræðinnar. NÁMAN Á HELGUSTÖÐUM TIL 1890 Litlar sögur fara af því, hvernig silfurberg barst til út- landa frá Helgustöðum fram yfir 1850, en um þrenns konar leiðir er að ræða. Í fyrsta lagi gegnum verslunar- staðina: verslun var í Stóru–Breiðuvík fram yfir 1800 og skarast um nokkur ár við verslunarrekstur á Eski- firði. Í öðru lagi með erlendum sjómönnum, einkum frönskum, en frönskum fiskiskipum fjölgaði mjög hér við land eftir 1815. Í þriðja lagi hafa jarðfræðingar og aðrir innlendir og erlendir ferðalangar tekið með sér kristalla. Nokkrar heimildir hefi ég fundið um þenn- an óskipulagða útflutning, og má eflaust finna fleiri. Meðal annars fyllti Gaimard–leiðangurinn 1836 stóra kistu af silfurbergi til að færa vísindamönnum á meg- inlandinu. Eftir 1850 hófst skipuleg vinnsla til útflutn- ings, og aflaði H. H. Svendsen kaupmaður á Eskifirði talsverðs magns á árunum 1855–60. Mest af því efni hefur þó líklega verið svonefndur „rosti“, litlir og gall- aðir kristallar sem lágt verð fékkst fyrir. W. Steeg, optikus í Homburg í Þýskalandi hóf að auglýsa Nicol– prismu og aðra silfurbergs–hluti í eðlisfræðitímariti 1857, og varð þekktur af þeirri framleiðslu. 4. mynd. Smásjármynd af kornum í þunnsneið af ís- lensku gosbergi, breidd 2 mm. Efri myndin er tek- in í venjulegu ljósi, í hinni er skautun ljóss látin koma fram sem mismunandi litir mismunandi steinda. Nicol–prismu úr íslenska silfurberginu voru notuð í nánast allar slíkar smásjár frá 1870 og fram yfir 1920. – Microscope photo of a thin section of Icelandic basalts, in ordinary light (above) and with crossed Nicols. Mynd/photo: Sigurður Steinþórsson. Umfangsmesta vinnsla silfurbergs á Helgu- stöðum var framkvæmd af C. D. Tulinius kaup- manni á Eskifirði á árunum 1863–72. Tengdafað- ir hans, sr. Þórarinn Erlendsson, átti 3/4 jarðarinnar Helgustaða, en hið opinbera 1/4. Greiddi Tulinius rík- JÖKULL No. 50 101
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153

x

Jökull

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.