Breiðfirðingur - 01.04.1954, Síða 25
BREIÐFIRÐINGUR
15
Einar Ólafsson lét Ólaf Teitsson hafa þessa vísu í vega-
nesti til hreppsstjórans:
Frómur, dyggur, fáorður,
furðu hagur er hann.
Sinnistryggur, siðprúður,
svona reyndist mér hann.
Ekki fara miklar sögur af vinnumennsku Ólafs í Svefn-
eyjum, en að skipasmíoum mun hann hafa unnið með hús-
bóndanum að vetrinum, því hann var snemma furðu hag-
ur, eins og í vísunni stendur. En endirinn á vinnumensk-
unni varð sá, að 10. des. 1838 giftist Ólafur Björgu dóttur
Eyjólfs. Segir sagan, að sá ráðahagur hafi verið Eyjólfi
mjög á móti skapi í fyrstu, en engu fengi hann þar um
ráðið. Þau Björg og Ólafur reistu svo bú í Sviðnum árið
1840, og bjuggu þar til æviloka.
4.
Svo virðist sem nokkur þáttaskil verði um búskap í
Svionum, þegar Ólafur flyzt þangað.
Eyjarnar Sviðnur þóttu — og þykja enn — rýrt ábýli,
og munu auk þess hafa verið í niðurníðslu, þegar Ólafuv
kom þangað. En hann gerðist brátt hinn athafnasamasti
bóndi. — Fyrstu árin stundaði hann eitthvað hákarlalegur
að vetrinum, með mágum sínum í Svefneyjum og róðra
vestur að Látrum á vorin, en hrátt hætti hann því og gaf sig
eingöngu að búskapnum.
Fyrsta verk hans í Sviðnum, var að byggja bæ, er þótti
bera langt af öðrum bæjarhúsum er þá voru í eyjunum, og
var þó betur húsað þar almennt en í nágrannasveitunum. —
Studdi að því betri efnahagur manna og svo rak þar .oft
valin spýta, er högum mönnum kom vel að fá til bygginga.