Breiðfirðingur - 01.04.1954, Side 27
BREIÐFIRÐINGUR
17
stendur. — Auk þess að verja túnið, er garðurinn varp-
staður teistunnar í stórum stíl. — En innan við garðinn
græddi hann upp hið fegursta tún af þangi og þarabúlkum;
sem Ægir bar upp að garðinum. Mér er ekki kunnugt uttl
eldri sjóvarnargerð í eyjunum.
Auk sjóvarnargarðanna hlóð Olafur torfgarð yfir eyjuna
þvera, til að verja túnið ágangi búfjárins úr beitilandinu,
sem er austan til á eyjunni. Túnið var þar með algirt, því
að norðanverðu skýla því klettar. Torfgarðurinn er nú mjög
siginn í jörðu. En gaddavír bætir hann upp sem vörzlugarð.
Meðan bærinn í Sviðnum stóð á Fornabæjarhólnum, var
lendingin í Fornunaustum. En eftir að bærinn var færður
var löng sjóargata og óhæg lending þar. Ólafur færði því
lendinguna utar á eyjuna, nær bænum, undir svo nefndan
Kastala. Þar má sjá stóra steina í bryggjum og skjólgörðum,
svo vel niðursetta, að lítt hafa þeir gengið úr skorðum allt
fram á þennan dag. Mun mörgum nútímamanni virðast
undarlegt, að einn maður hafi valdið svo stórum steinum,
með þeirri tækni, sem þá þekktist á afskekktum einbýlis-
jörðum. Þeir minna mjög á hin kunnu Grettistök hér og
þar um landið.
Ölafur var og heldur ekki einn í verki. Hann átti mörg
börn, og auk þeirra hafði hann oft vandalausa unglinga á
heimili sínu.
Hann var barngóður sem kallað er, og hafði yndi af að
hafa unglinga í verki með sér.
Drengina lét hann hlaða með sér á daginn garðana og
bryggjurnar, en þegar honum þótti þeir ekki fara svo lag-
lega að steinunum, sem hann vildi, sagði hann við þá: —
»Hættið þessu, hræin mín, þið kunnið ekki að taka á steini.
Þið hafið víst aldrei fengið að borða annað en blávatn og
fífu.“ — Og tók þá venjulega allur mannskapurinn sér
hvíld frá verkum um sinn.