Breiðfirðingur - 01.04.1954, Síða 41
BREIÐFIRÐINGUR
31
í vari og beið eftir farminum. Og svo var ekki hægt að
setja neina vél í gang að burðinum loknum, heldur sezt
við árina og damlað og damlað, unz komið var heim og þá
hófst burðurinn aftur upp á tún, þrotlaust erfiði, sleitulaust
strit.
Og ekki ætti að gleyma sporunum við dúngrindina, krafsa
og hreinsa þangað til dúnninn, þetta samsull af fjöðrum,
heysalla og þangi var orðið að dýrmætri grávöru, sem jafn-
vel keisaradóttir gat verið þekkt fyrir að sveipa um sig í
fegurstu ástardraumum sínum. En hendur og armar dún-
hreinsunarkonunnar voru oftast bólgnar og krepptar meðan
á verkinu stóð og svefninn varla vær á nóttum fyrir bruna-
verkjum dofans, sem hríslaðist eftir handleggjunum.
Þetta var sumarið og vorið, en haust og vetur var þó litlu
minna. Það var margt handtakið frá því ullin var tekin
af kind að vori og til þess hún var komin í fallega flík. En
aUt þetta þekkti hún amma mæta vel. að tæja, greiða, kemba,
spinna, vefa, prjóna og hekla, þæfa og sauma. Og þetta
lærði hún meðal annars í Ólafsdal, en þar var hún áratugi
oftar þó á sumrum en vetrum. Og hafi nokkur staðui á ís-
landi verðskuldað nafnið: Menntasetur starfsins eða Starfs-
skólinn, þá var það Ólafsdalur undir stjórn Torfa og Guð-
laugar, og gætir áhrifa hans víða enn í dag.
Já, það var annað en ganga í búðina og eiga erfitt með
að velja ullartau og nylonsokka, sem útlendar verksmiðju-
vélar hafa gjört með glæsibrag. En svona var ævi ömmu í
hundrað ár, með þessu sama glaða, fórnfúsa, kröfulausa,
þrekmikla og trúrækna fólki, fólki, sem var Islendingar
út í fingurgóm frá innstu taug og æð hjartans var hægt að
vinna frelsið með hraustum og vitrum foringjum. En mikill
vandi er að geyma þennan arf trúmennsku og starfsgleði,
hins trygga, trausta hjarta og hugar, einkum í því um-
hverfi tækni, þæginda og nautna, sem nú er lífssvið íslend-