Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1954, Page 42

Breiðfirðingur - 01.04.1954, Page 42
32 BREIBFIRÐINGUR ingsins. Guð gefi samt að geislar þessir fái að skína, þótt eldra fólkið hverfi. Guðrún Torfadóttir var fædd í Látrum, dvaldi lengst í Skáleyjum, Sviðnum og Svefneyjum. Hún var af dugmiklu bændafólki komin og í ætt við flesta þá við fjörðinn breiða, sem hafa breitt ljóma frægðar og heiðurs yfir hérað sitt og land allt, og hef ég verið beðinn að flytja samferðafólkinu á þessum stöðurn hjartans þakkir og ljúf- ar óskir frá henni og ástvinum hennar. Það var þessari sér- stæðu, dugkonu yndislegir vinir, eftir að halla tók inn í kvöldskuggana land. Síðast dvaldi Guðrún hér í Reykja- vík hjá dóttur sinni Guðrúnu Pálmadóttur og Hirti Clau- sen tengdasyni sínum og naut mikillar virðingar barna- barna sinna eins og verðugt var, svo öldruð og heiðarleg dóttir starfs og fórna. Það eru margir, sem eiga henni mik- ið að þakka, mörg eru handtökin, sem hún gerði til að gleðja og létta annarra byrðar. Við horfum með undrun og aðdáun yfir ævileið hennar og felum anda hennar Guði og Jesú Kristi eins og hinir beztu og mestu hafa talið æðst við umskiptin miklu. Þessi aldargamla kona hafði alltaf fundið styrk í guðstrú feðra og mæðra á sinni löngu leið. Þar var uppspretta ræktarsemi hennar grómlausrar góð- vildar öllum til handa og þeirrar bjargtraustu trúmennsku, sem aldrei varð brigð á í smáu né stóru. Eg vil ljúka þessum orðum, með því að óska öllum ást- vinum hennar þeirrar gleði, sem æðst er í himni og heimi, gleði kærleikans og þess heiðurs, sem bjartastur er, lióm- ans yfir kvöldi hins mikla starfsdags þeirrar konu, sem var sannur þegn þess starfs og skapgerðar, sem byggði upp hið íslenzka sjálfstæði eins og hin óbreytta alþýða getur fremst. Líf slíks fólks er eilíft kraftaverk og yfir því loga heiðar stjörnur þeirrar hamingju, sem ein megnar að varð- veita starfsgleði, þióðfrelsi og heiður gróandi þjóðlífs, sem þroskast á guðsríkisbraut.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Breiðfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.