Breiðfirðingur - 01.04.1954, Page 43
Herdís Kr. Jónsdóttir
Minning.
Hinn 9. nóvember 1952,
lézt að heimili dóttur sinn-
ar, Unnar Sturlaugsdóttur,
Faxabraut 18, Keflavík,
háöldruð merkiskona, Her-
dís Kristín Jónsdóttir. Var
útför hennar gerð 15.
sama mánaðar, að við-
stöddum börnum hennar og
vinum.
Herdís Kristín Jónsdótt-
ir var fædd 2. júlí 1858,
að Skarðstöðum, Hvamms-
sveit, Dalasýslu. Dóttir
hjónanna Ástríðar Einars-
dóttur, frá Skriðukoti og
Jóns Jónssonar, sem tal-
inn var þjóðhaga smiður, þar um Dali. Ekki munu þau
hjónin hafa verið við bú, því vikugamla létu þau dóttur
sína í fóstur að Krossi í Haukadal, sömu sýslu. Þar ólst
hún upp til 14 ára aldurs. Flutti hún þá að Ytri-Fagradal
á Skarðsströnd, til hálfsystur sinnar Júlíönu IJelgadóltur og
tnanns hennar Sturlaugs Tómassonar. Hafa viðbrigðin ef-
laust verið mikil fyrir hina ungu stúlku, að koma á mann-
niargt efnaheimili, úr hinum þrönga umlukta dal. Flún
saknaði alltaf fóstru sinnar og minntist hennar ávallt með
virðingu og hlýju, en Herdís var glaðlynd og leit björtum
augum á lífið, þótt heilsan væri oft tæp. Þegar hún var 21