Breiðfirðingur - 01.04.1954, Side 58
Arelíus Níelsson:
Jens Hermannsson
ln memoriam.
„Er nokkur æðri aðall hér á jörð,
en eiga sjón út yfir hringinn þröngva
og vekja, knýja hópsins veiku hjörð
til hœrra lífs til ódauðlegra söngva.“
Sumir eiga ægishjálm í augunum, sagði gamla fólkið
heima. Og það var í meira lagi eftirsóknarvert að eiga
slíka guðsgjöf. Þeir, sem voru fæddir með þessum guðdóm-
lega eiginleika gátu séð, hvað rétt var í hverju máli, hvað
fegurst var í hverjum hlut, hverju verki. Þeir gátu greint,
hvað bar að varast, jafnvel séð gegnum myrkur, fagur-
skyggnir og fjærskyggnir. Og það sem enn var bezt, þeir
þurftu ekki að óttast, því hið illa, sem á vegi varð vék
fyrir ægileiftri augnanna, flýði fyrir eldi hinna fram-
skyggnu, heiðstirndu sjóna.
Lengi varð ég trúlaus á þessa fornhelgu og ginnfögru
þjóðsögu bernsku minnar. En nú sé ég, með hverju árinu
betur, að í henni speglast ekki aðeins guðinnblásin ósk,
ekki aðeins draumkennd hilling hins þjóðlega skáldsæis,
heldur einnig lífi klæddur veruleiki og eiginleiki hinna
göfugustu og hreinustu sálna, sem jörðina gista. Misjafn-
lega gjörður eiginleiki, hjá sumum aðeins brot, öðrum
næstum heill. Og þessi eigind hinnar innri skyggni, sem
nefnt er ægishjálmur augnanna, sem ógnar hinu illa, en
óskar hins góða, er líka háð stund og stað.