Breiðfirðingur - 01.04.1954, Page 66
56
BREIÐFIRÐINGUR
er ég bjó þar, en á gamlársdag varð hann þar tepptur við að
bíða eftir skipi. Eitthvað af víntári mun ég þá hafa haft um
hönd í hátíðaskyni.
Það kvöld mun hafa tekizt með okkur sá kunningsskapur,
er hélzt til hinnar hinztu stundar hans. Var hann sífellt al-
búinn að gjöra mér og mínu heimili allan greiða.
Stundum gat Jón Magnússon verið dálítið hrjúfur og
glettinn, einkum við menn, sem mikið vildu láta á sér bera.
En hann var vinur vina sinna. Hefur það og jafnan verið
talinn kostur á landi hér.
I hafnsögumannsstarfinu var hann gætinn og tefldi lítt á
tvær hættur, enda varð hann ekki fyrir neinum óhöppum í
starHnu. Laginn stjórnari var hann á smábátum, enda van-
ur slíku frá barnæsku.
Kona Jóos Magnússonar var Hansína Jónsdóttir, er nú
dvelur á Elliheimilinu Grund.
Dætur Magnea, læknisfrú í Borgarnesi, Ingunn, gift Er-
lendi Blandon í Reykjavík, og Sigríður, búsett í Danmörku.
Stíúpdóttir hans frú Júlíana Jónsdóttir, ekkja Hannesar
Jónssonar, dýralæknis.
Seinast í þessu lífi bar fundum okkar saman á sólbjört-
um sumardegi. Jón kom þá frá Flatey með hið farsæla
skip „Gullfoss".
Hann hafði lengi verið húslæknir fyrir konu mína Theo-
dóru með viðgerðir á kvenskrauti og á ýmsum smáhlutum,
og vildi stundum dragast með viðgerðir, líkt og oft kemur
fyrir hjá úrsmiðum.
Þetta skipti dregur hann allt slíkt upp úr vösum sínum.
Konan hefur orð á því að þetta hefði nú mátt bíða, þar eð
nú væri annatími, en Jón rak eyjaheyskap og búskap nokk-
urn, því maðurinn var talsverður fjárgæzlumaður.
Það er bezt að koma þessu frá, var svarið.
Eftir 3 daga var Jón Magnússon liðið lík. Hann dó úr