Breiðfirðingur - 01.04.1954, Page 67
BREIÐFIRÐINGUR
57
bráðri lungnabólgu 5. júlí 1923, 65 ára að aldri (f. 31.
marz 1858).
Einhverju sinni eigi mjög löngu fyrir dauða Jóns, er við
vorum við flyðrusnatt, fór hann upp úr þurru að tala um
eilífðarmálin. Hann hafði aldrei verið kirkjurækinn um
dagana.
Eg vissi ekki fyrr en þá að hann var tekinn til að lesa
um guðspeki og dulvísindi. Hann lét þau orð falla, að gam-
an væri nú að geta látið hvorn annan vita, er við kæmumst
yfir landamærin. Ég eyddi því tali. Var allur með hugann
við þessa heims gæði. Hjá Jóni hefur víst hugur fylgt máli.
Þrem dögum eftir dauða hans, er ég var fvrir skömmu
sofnaður, þykir mér hann koma inn til mín og leggia kald-
ar hendur á öxl mína og mjöðm, en ég lá á hægri hlið Þótt-
ist ég vita að hann væri dauður. Lýtur niður að mér, rær
fram á fótinn, er var hans tíður vani, og segir síðan orð-
rétt: „Það er ekki oaman karl minn. Maður fær þarna ekk-
ert að vita.“ Ég vildi snúa mér við og sjá hann, en gat það
ei, fyrr en hann tók hina köldu hönd sína af mjöminni. Þá
rykkti ég mér við og sá hann ganga út.
Skvldi vantrú mín hafa valdið hví að vitneskjan varð svo
fátækleg. Þau vilja oft verða óglögg boðin að handan.
Oft tók ég á móti honum, er hann kom kaldur úr sióvolki.
Ef til vill tekur hann á móti mér, er ég kem úr veraldarvolki.
Ólaf ur Jónsson, frá Elliðaey.