Breiðfirðingur - 01.04.1954, Page 68
Ragnar Bjamarson, bankaritari
Minningarorð.
seint í marz-mánuði s.L
ár veiktist Ragnar Bjarnar-
arson skyndilega af heila-
blóðfalli, er leiddi hann
til dauða hinn 31. s. m.
Enda þótt ýmsir vissu að
hann gekk ekki alltaf
heill til skógar, kom fráfall
hans öllum óvænt. Starfs-
orka hans, vinnugleði og
áhugi var svo óskert, að
enginn mun hafa reiknað
með, að hann væri að
renna æviskeið sitt á enda.
Ragnar fæddist að Sauða-
felli í Dalasvslu hin 4.
ágúst 1895. Foreldrar hans
voru Björn Bjarnason, sýslumaður í Dalasýslu og kona
hans Guðný Jónsdóttir.
A heimili Ragnars, Sauðafelli, ríkti á uppvaxtarárum
hans óvenjumikill stórhugur og framkvæmdasemi, enda var
faðir hans, Björn sýslumaður, á mörgum sviðum langt á
undan sinni samtíð og átti frumkvæði að fjölmörgum
þjóðnýtum nýjungum, t.d. bólusetningu gegn bráðapest, ný-
rækt, vegabótum, notkun skilvindunnar, stofnun rjómabús,
skóla og fræðslusjóðs Dalasýslu, notkun fóðurbætis o.m.fl.