Breiðfirðingur - 01.04.1954, Blaðsíða 69
BREIÐFIRÐINGUR
59
Hin mikla umbótaviðleitni Björns sýslumanns og þó sér-
staklega jarðræktin mun hafa heillað hug Ragnars svo að
hann hafði æ síðan lifandi áhuga á ræktun moldarinnar,
þótt æfistarf hans yrði annað.
Rúmlega tvítugur hóf Ragnar nám við Verzlunarskóla
Islands og lauk því 1919. Að námi loknu stundaði hann
verzlunar- og skrifstofustörf hjá kaupmönnum í Reykja-
vík, en réðst 1. júní 1922 til Islandsbankans og vann þar
þangað til hann var lagður niður; eftir það vann hann hjá
Utvegsbankanum til dauðadags.
Ragnar var kappsfullur og skyldurækinn og lét sér annt
um, að þau störf, sem honum voru falin, yrðu vel af hendi
leyst. Hann hafði góða greind og skýra hugsun, var til-
finninganæmur, drenglyndur og hreinskiptinn, enda var
hann stefnufastur og varði af einbeitni þann málstað, er
hann taldi réttan. Idin fölskvalausa framkoma hans gerði
hann að aufúsugesti á heimili mínu og við, sem kynntumst
honum í starfi og leik í Breiðfirðingafélaginu, minnumst
hins starfsfúsa, fjörmikla og góða félaga, sem við áttum
margar ánægjustundir með. Hjá okkur er söknuður yfir að
missa um aldur fram góðan félaga úr hópi vorum, en
mestur ev. áöknuðurinn hjá syni hans, systkinum og venzla-
fólki, er mjög tóku ’sér nærri hið skyndilega fráfall hans.
Við útför Ragnars Bjarnasonar gáfu nokkrir kunningjar
hans Minningarsjóði Breiðfirðinga nokkra peningaupphæð,
er ber, sem sér-sjóður, nafn hans og mun, þegar fram líða
stundir, ávaxtast ssvo, að hann fái lagt nokkuð af mörkum
við þær fróvu hugsjónir og störf, er mótuðu hug hans á
Sauðafelli, og sem hann vildi svo gjarnan leggja sitt lið.
Minningin, sem við, sem kynntumst Ragnari, geymum um
líf og starf hans, er hugljúf og björt og þeim, sem sárast
hafa saknað hans, verður hún bezta harmabótin.
Olafur Jóhannesson.