Breiðfirðingur - 01.04.1954, Side 88
78
BREIÐFIRÐINGUR
Breiðfirðingur, ef ég raan rétt, sé alveg á nátrjánum, af því
að allir rBeiðfirðingar eru hættir að skrifa nema nótur og
bankareikninga. Þeir yrkja ekki einu sinni dansvísur fyrir
þá í samkeppnina þarna í Gúttó. Það er þó víst ekki mikill
vandi. Ja, öðru vísi mér áður brá, þegar varla var búin til
vísa, nema við Breiðafjörð.
Jón: Eg held að það sé ekki aldeilis eftirsjá af því, þó
að þeir gefi sig ekki að þessu bölvuðu dansvísnagóli, sem
allt ætlar að æra jafnvel um hásláttinn. En það er satt, það
fara ekki allir í buxurnar hans Jóns heitins Thoroddsen, eða
hans Mat'ta litla frá Skógum. Það voru nú skáld, sem sögðu
sex, maður lifandi manneskja. Skyldu þeir ekki mega
spreyta sig liér syðra, þangað til þeir framleiða aðra eins
drengi.
Sigga: Satt er það, Jón minn. Fólkið hérna í Reykja-
vík fyllir sem sagt leikhúsin mánuð eftir mánuð, misserin
út, ef Maður og Kona, Piltur og Stúlka, að ég nú ekki nefni
Skugga-Svein sjást á sviðinu. En alltaf þykir mér nú gaman
að danslögum og ástavísum. Já, ég stelst til að læra þetta
enn þann dag í dag, þótt allir hlægi að Siggu gömlu.
Jón: Og ég held ég kannist við ykkur stelpurnar að
vestan, ekkert nema söngur og galsi, ef í það fer.
Sigga: Hjálpi þér að tala svona Jónsi. Eins og maður
hafi ekki þurft að gera annað um ævina en að syngja og
leika sér.
Jón: Ekki skal ég neita því, að fleira hafið þið þurft að
erfiða við.
Sig"a: Og þó ekki væri annað en núa skítinn ofan í
þúfurnar, og svo dúnleitirnar á vorin, að ég nú ekki nefni
heyburðinn af skipi og á. Og sumar réru til fiskjar og fóru
í bringingu. Og þó hafa þær nú hangið í körlunum held ég
á öðrum sviðum, t.d. í skáldskapnum, eins og þær Ólína,
Herdís og Theodóra.