Breiðfirðingur - 01.04.1954, Síða 110
100
BREIÐFIRÐINGUR
— Nú flautar Skagfjörð hraustlega, og allir hypja sig
í bílana. —
Næst er stanzað í Krýsuvík.
I einfeldni minni, hélt ég, að byggðin í Krýsuvík stæði á
sjávar bakkanum eins og í vel flestum öðrum víkum á landi
hér, s.s. Keflavík, Viðvík og Kollsvík. En svo er ekki. Héðan
sést hvergi til sjávar. Hér er kölluð Krýsuvík gróðursæll
dalbotni eða dalverpi við suðurenda Kleifarvatns, að mestu
umluktur háum og gróðurlitlum fjöllum, er víða rýkur úr
upp til efstu brúna, því hér virðist grunnt á eldinn í undir-
djúpunum. — Ég spurði einhvern kunnugan, sem með var
í förinni, hvernig á nafninu stæði, og sagði hann mér, að
endur fyrir löngu hefði bærinn staðið niður við sjó, við vík
er Krýsuvík heitir, en þar hefði allt land blásið upp og far-
ið í auðn, og bærinn þá verið færður þarna inn á milli fjall-
anna, í gróðursældina og jarðhitann við Kleifarvatn. Nafn-
ið fylgdi vitanlega með. — Ekki sel ég þessa sögu dýrar en
hún er keypt, en ótrúleg er hún ekki. — Fyrir mynni dals-
ins standa tvö fell, er heita Arnarfell og Bæjarfell. Þau
skýla fyrir sunnan og suðaustan næðingunum, og varna því
að dalbotninn blási upp, eins og allt landið umhverfis.
Krýsuvík var stórbýli á sinni tíð og kirkjustaður, og stóð
bærinn undir Bæjarfelli. Nú stendur þar kirkjan ein, öllu
rúin, nema fátæklegu ytraborði. — Fleiri bæir voru í vík-
inni s.s. Nýibær, og hangir þar uppi enn þá hrörlegur bað-
stofukofi. — Síðasti ábúandinn í Krýsuvík bjó í kitkjunni
og var einbúi, síðan hefur jörðin og Krýsuvík öll verið í
eyði.
En nú ætti raunasögu Krýsuvíkur að vera lokið. — Hafn-
arfjarðarbær hefur keypt alla torfuna og livggur þar á
miklar framkvæmdir. Gróðurhús mikil eru risin af grunni
og íbúðarhús fyrir garðyrkjustjóra. Jarðrækt er hafin í stór-
um stíl og mörg hús í smíðum. — Oefað eru þarna skilyrði