Breiðfirðingur - 01.04.1954, Blaðsíða 129
BREIÐFIRÐINGUR
119
Fundir voru haldnir með svipuðum hætti og árið áður,
hálfsmánaðarlega yfir vetrarmánuðina nema janúar. Munu
samkomurnar alls hafa orðið 10. Var alltaf byrjað með því
að spila félagsvist og var spilastjóri eins og mörg undanfar-
in ár, Óskar Bjartmarz. Voru verðlaun veitt fyrir hvert
skipti og eins fyrir allan tímann . Voru verðlaunin fyrst
peningar en síðar munir. Annaðhvort skipti var dans á eft-
ir spilunum en í hitt skiptið voru félagsfundir og skemmti-
atriði. í lögum félagsins stendur, að minnst skuli haldnir
4 félagsfundir á starfsárinu, mun sú skylda hafa verið upp-
fyllt. Skemmtiatriða var aflað innan félagsins eftir því sem
efni stóðu til á hverjum tíma.
Fundarsókn mátti teljast fremur góð.
Til fundanna var boðað eins og undanfarið með sérstök-
um kortum, sem hverjum einstökum félagsmanni voru send,
Einnig voru settar tilkynningar í dagbækur blaðanna.
Breiðfirðingamótið varð ekki haldið með sama sniði og
og undanfarin ár. Lágu til þess þær orsakir, að húsnæði það,
sem eitt er talið rúma svo stóra samkomu, Hótel Borg, var
lokuð. I stað þess var haldin árshátíð í Breiðfirðingabúð
síðasta vetrardag.
Jólatrésskemmtun hélt félagið fyrir börn félagsmanna,
á þriðja í jólum. Einnig var Breiðfirðingadagurinn haldinn
að venju á uppstigningardag. Var samkoman fjölsótt.
Ferðalög voru engin farin á árinu. Til stóð að fara berja-
ferð á Snæfellsnes síðast í ágúst. En um þá helgi, sem ferð,-
in var ákveðin, gerði aftaka rok með rigningu, svo engum
heilvita manni gat dottið í hug að fara í berjaferð í slíku
veðri. Annars má segja að grundvöllur ferðalaga hafi rask-
azt mjög frá því, sem áður var. Opinberar skrifstofur ann-
ast allar ferði innanlands og utan. Fólk er því miklu, sícjur
háð hópferðum félaga en áður var, t.d. á stríðsárunum^Þá
voru einnig útilokaðar ferðir til annarra landa. Allt stuðlar
' ■ . , . » ■» ' . . j ■ 4 Ö.U •<