Breiðfirðingur - 01.04.1954, Page 130
120
BREIÐFIRÐINGUR
þetta að því, að gera félögum erfiðara fyrir um hópferðir.
/ Heiðmörk var farið tvisvar í vor til gróðursetningar trjá-
plantna. Voru 10—15 manns íhvorri ferð og voru gróður-
settar um 1500 trjáplöntur.
Utgáfustarfsemi. Tímarit Breiðfirðingafélagsins, Breið-
firðingur, kom ekki út á árinu. Stafaði það af önnum rit-
stjórans, en atvinnu hans er þann veg háttað, að hann dvelst
mjög skamman tíma í einu í bænum, en stendur í sífelldum
ferðalögum og notast því tími hans mjög illa. En nú hefur
verið ráðinn nýr ritstjóri, sr. Arelíus Níelsson, og mun ó-
hætt að treysta því, að út komist þeir tveir árgangar ritsins,
sem dregist hefur að koma út og haldið síðan í horfinu.
Breiðfirðingur hefur notið mikilla vinsælda og á örugg-
an kaupandahóp. Ennfremur mun fjárhagsafkoma ritsins
hafa verið ágæt. Það er því lífsnauðsyn að ritinu sé haldið
úti, bæði til þess að bregðast ekki stórum hópi áskrifenda
og eins vegna sóma félagsins.
Onnur útgáfustarfsemi, sem félagið hefur ráðist í, er út-
gáfa á ljóðum Jens Hermannssonar. Skömmu fyrir dánar-
dægur sitt, ánafnaði Jens Breiðfirðingafélaginu, allt það,
sem eftir hann lægi í bundnu máli, með því skilyrði að út-
gáfan drægist ekki lengur en í 5 ár. Að þeim liðnum skyldi
eignarréttur félagsins niður falla.
Nú hefur stjórnin komizt að hagstæðum kjöruin, um
prentun bókarinnar og er hún þegar hafin. Hefur sr. Árel-
íus Níelsson búið kvæðin undir prentun og annast lestur
prófarka. Fjárhagsafkoman byggist að miklu leyti á áskrif-
endasöfnun og hefur verið ákveðið, að þeir, sem safna 10
áskrifendum eða fleiri, fá eitt eintak bókarinnar ókevpis.
Ég vil því skora á félagsmenn að ganga vel fram í söfnun
áskrifenda.
Útvarpskvöldvöku hafði félagið síðastliðið vor, eins og
mörg undanfarin ár. Var hún að nokkru með nýju sniði, því