Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1957, Side 5

Breiðfirðingur - 01.04.1957, Side 5
ÞÖRÐUR JÓNSSON A FIRÐI: Rekstrarferð um aldamótin Um aldamótin síðustu var kominn vorhugur í bændur í Múlahreppi, þar sem þeir voru búnr að mynda búnaðarfé- lag þá fyrir 5 til 6 árum. Voru einn til tveir búfræðingar frá Olafsdal á ári hverju við jarðabætur í hreppnum frá vori til hausts,Jarðabæturnar voru þúfnaslétta og túngirðingar úr torfi og grjóti, en mestmegnis grjótgarðar, ýmist ein eða tvíhlæðir, að minnsta kosti tvíhlæðir upp undir miðju. Um þetta leyti var myndað Pöntunarfélag Dalamanna fyrir atbeina Torfa Bjarnasonar í Olafsdal, hins landskunna athafnamanns^ Fleiri mætir menn við Breiðafjörð heittu sér og fyrir stofnun pöntunarfélaga, og má þar nefna séra Guð- mund Ouðmundsson í Gufudal. — Pöntunarfélögin breidd- ust óðfluga út, og fyrir aldamótin var búið að stofna pöntun- arfélag í Múlasveit. Allir fundu, hve mikill munur var að fá vörur handa heimilum sínum einu sinni á ári hverju á miklu lægra verði, heldur en að verzla við kaupmenn með því verzlunarlagi, sem þá tíðkaðist. Ekki 'átti þetta hvað sízt við um fátæka bændur, sem urðu að knýja á náðir kaup- manna hverju sinni, er þeir þurftu á úttekt að halda. Ekki var að tala um um að fá peninga hjá þessum verzlunum, hvernig sem hagur bænda stóð. Kom það sér illa fyrir allan þorra manna, þar sem breyting var að verða á verzlunarmál- um og ýmsum fleiri sviðum til þróunar og aukinna fram- fara á hag almennings. Til þess að geta haldið pöntunarfélagsskapnum áfram, varð það að ráði að hefja fjársölu til Isafjarðar um og

x

Breiðfirðingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.