Breiðfirðingur

Ataaseq assigiiaat ilaat

Breiðfirðingur - 01.04.1957, Qupperneq 9

Breiðfirðingur - 01.04.1957, Qupperneq 9
BREIÐFIRÐINGUR 7 Var komið myrkur, þegar við komum þangað, og þar var gist um nóttina. Morguninn eftir vorum við snemma á fótum, því að í myrkrinu kvöldið áður höfðum við orðið að sleppa fénu langt frammi í dal. Ottuðumst við, að það hefði dreift mikið úr sér, en svo var þó ekki. Mátti það heita kyrrt vegna þreytu eftir langan og erfiðan rekstur. Við fórum seint frá Hattardal þennan morgun eftir indælis nótt, því að þetta heimili er eitthvert hið bezta, er ég hef komið ókunnugur á, bæði hvað greiða og annan aðbúnað snerti. Nutum við þess í öll þau skipti, sem ég var í haustferðum þessum. Leiðin, er við áttum ófarna út með Alftafirði, lá um melgötur og voru þar engir farartálmar. Á þessum árum voru tvær hvalveiðistöðvar við Álftafjörð, var önnur á Langeyri, en hin á Dvergasteinseyri. Voru það Norðmenn, sem ráku stöðvar þessar. Þegar þeir norsku sáu til ferða okkar með stóran fjárhóp, komu þeir á móti okkur til þess að fá í soðið. Var þá venjulega rekið inn og byrjað að verzla. Ef þeim líkaði féð, keyptu þeir margt, svona 30 til 40 kindur. Helzt vildu þeir veturgamalt, og greiddu þeir allt í peningum, 12 til 14 krónur fyrir kindina. Þegar þess- ari verzlun var lokið, voru ávallt veitingar frá þeim á eftir. á ýmsum fleiri stöðum stöðvuðum við reksturinn þennan dag, og seldum við drjúgt af fénu, en ekki man ég, hvað margt var selt, er við komum til Isafjarðar. Svona var haldið áfram, fyrst út Súðavíkurhlíð og svo yfir Arnarnessháls, og er þangað var komið, sást inn í Skutulsfjarðarbotn. Var þá venja að gista á öðrum hverjum bænum, Kirkjubóli eða Hafrafelli. Tík hafði verið með mér alla leiðina með reksturinn. En þegar við komum upp á Arnarnesshálsinn og sáum inn í Skutulsfjarðarbotn, neitaði tíkin algerlega að fara lengra.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Breiðfirðingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.